Viðskiptaþing

Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið er árlega aðra vikuna í febrúar, er tvímælalaust einn stærsti og fjölmennasti viðburður íslensks viðskiptalífs. Þingið eru jafnan vel sótt af félögum Viðskiptaráðs, stjórnmála- og embættismönnum og öðrum sem láta sig íslenskt atvinnulíf varða. Annað hvert ár er aðalfundur Viðskiptaráðs haldinn samhliða þinginu.

Á Viðskiptaþingi kynnir Viðskiptaráð hugmyndir um hvernig auka megi árangur í íslensku atvinnulífi og renna þannig styrkari stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Þingið er vettvangur fyrir umræðu um málefni atvinnulífsins á hverjum tíma. Á Viðskiptaþingi 2018 voru tæknibreytingar komandi ára krufðar og myndband um samkeppnishæfni Íslands í stafrænum heimi gefið út m.a.