Upplýsingamiðlun

Viðskiptaráð leggur áherslu á að miðla upplýsingum til bæði innlendra og erlendra aðila sem hafa áhuga á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Ráðið gefur árlega út skýrslu á ensku sem kallast The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook og hefur auðveldað aðildarfélögum að skýra stöðu fyrirtækja og hagkerfisins fyrir gagnaðilum sínum í alþjóðlegum viðskiptum. Upplýsingar um The Icelandic Economy má nálgast hér til vinstri.

Viðskiptaráð er einnig samstarfsaðili IMD háskólans í Sviss við úttekt á samkeppnishæfni þjóða, en ráðið annast samantekt á tölulegum upplýsingum og framkvæmd viðhorfskönnunar meðal stjórnenda í íslensku atvinnulífi fyrir úttektina. Upplýsingamiðlun um samkeppnishæfni ríkja er mikilvægur liður í starfi ráðsins þar sem hún gefur vísbendingar um það umhverfi sem íslensk fyrirtæki og einstaklingar búa við í samanburði við önnur ríki.