The Icelandic Economy

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar á síðustu árum. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila um stöðu efnahagsmála á Íslandi verið af skornum skammti. Af þeim sökum hefur reynst erfitt fyrir gagnaðila íslenskra fyrirtækja og yfirvalda að ná góðri yfirsýn um orsakir efnahagskreppunnar og stöðu hagkerfisins almennt.

Til að mæta þessari áskorun hefur Viðskiptaráð Íslands, frá haustinu 2008, staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um þróun mála hérlendis. Skýrslan nefnist The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook og er samandregið yfirlit um þróun og stöðu efnahagsmála hérlendis. Skýrslan er send til um 2.200 erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarrra ríkja víðs vegar um heim.

Skýrsluna má nálgast hér.

Glærukynningu á innihaldi skýrslunnar má nálgast hér.