Einkaaðilar fjármagni stækkun Keflavíkurflugvallar

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, hélt erindi um opinberan rekstur á Keflavíkurflugvelli á fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Í erindi sínu vitnaði Hreggviður í stjórnarformann ISAVIA, Ingimund Sigurpálsson, sem ritaði í nýjustu ársskýrslu ISAVIA að félagið þurfi að ráðast í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir á komandi árum til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Á sama tíma séu uppi væntingar um að félagið greiði háar arðgreiðslur. Eigi hvort tveggja að fara saman þurfi fleiri aðila til þess að standa undir fyrirhuguðum framkvæmdum.

Hreggviður minntist einnig á umsvifin á smásölumarkaði í gegnum rekstur Fríhafnarinnar og sagði tilvist hennar vera helstu tímaskekkjuna í rekstri ISAVIA. Fríhöfnin þurfi ekki að standa skil á virðisaukaskatti eða tollum og því sé samkeppnisstaðan skökk gagnvart öðrum.

Loks greindi Hreggviður frá tillögum Viðskiptaráðs: opna ætti fyrir aðkomu einkaaðila að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og leggja niður Fríhöfnina ehf.

Kynning Hreggviðs

Skoðun Viðskiptaráðs um málefni Fríhafnarinnar


Mynd er fengin úr frétt á vef Mbl.is, http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/01/rikid_a_ekki_ad_selja_naerbuxur/

Tengt efni

Þung skattbyrði og mikil verðbólga undirstrika þörf á aðhaldi

„Útgjaldavöxtur síðustu ára hefur kynt undir háa verðbólgu og valdið bæði ...
8. maí 2024

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024