Sía útgefið efni eftir tegund: Fréttir | Greinar

Jólabókin 2019

„Það má segja að við séum komin af þessu meðvitundarstigi með tilliti til umhverfismála og núna verðum við að leita þeirra aðgerða sem hafa hvað mest áhrif og forgangsraða þeim umfram önnur.“
20. des 2019

Lokað milli jóla og nýárs

Skrifstofa Viðskiptaráðs Íslands verður lokuð 23. desember til og með 1. janúar nk.
18. des 2019

Svara þarf spurningum um LÍN

Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna sem ætlað er að leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Með frumvarpinu er ekki tekin afstaða til mikilvægra útfærsluatriða og ábyrgðinni á þeim varpað á stjórn sjóðsins. Þær ákvarðanir munu hafa veruleg áhrif á ...
11. des 2019

Opið fyrir umsóknir um Námsstyrki

Opið er fyrir styrkumsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs fyrir nemendur í fullu framhaldsnámi erlendi. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2020.
10. des 2019

Mikilvæg skref til stuðnings nýsköpunar

Viðskiptaráð fagnar þeim aðgerðum sem nýsköpunarráðherra kynnti í lok síðustu viku til að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Nýsköpun er forsenda áframhaldandi hagsældar og því nauðsynlegt að stjórnvöld styðji við hana í hvívetna.
2. des 2019

Hvað þarf hið opinbera marga tekjustofna?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru tekjustofnar ríkisins eftirfarandi: Virðisaukaskattur. Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla. Tekjuskattur lögaðila. Almennt tryggingagjald. Fjármagnstekjuskattur.
15. nóv 2019

„Ísland að verða venjuleg þjóð í peningastefnu“

„Seðlabankinn gat lækkað vexti og samt gert ráð fyrir hjaðnandi verðbólgu. Ísland er því að verða eins og venjuleg þjóð í því hvernig við beitum peningastefnunni.“ - Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
8. nóv 2019

Eliza Reid stýrir alþjóðadegi viðskiptalífsins

Alþjóðlegu viðskiptaráðin í samstarfi við utanríkisráðuneytið, KPMG og Viðskiptaráð Íslands halda alþjóðadag viðskiptalífsins.
7. nóv 2019

Ótroðnar lágvaxtaslóðir

Haldist skilyrði fyrir frekari vaxtalækkunum þurfa landsmenn þó jafnframt að hafa það hugfast að engin er rós án þyrna.
6. nóv 2019

Fyrsti Peningamálafundur Ásgeirs Jónssonar

Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram 7. nóvember nk. á Hilton Nordica og ber hann yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir enda hafa meginvextir Seðlabankans aldrei verið lægri.
29. okt 2019

Enginn að biðja um bitlaust eftirlit

Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda.
28. okt 2019

Viðskiptaráð fagnar áætlunum um einföldun regluverks

Viðskiptaráð fagnar umfangsmiklum aðgerðum sem nú standa yfir til að einfalda regluverk.
21. okt 2019

Að kafna úr sköttum

Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg.
18. okt 2019

Samtal um gagnkvæmar þarfir borgar og atvinnulífs

Fulltrúar frá Viðskiptaráði Íslands sátu fund með Reykjavíkurborg 11. október sl. um gagnkvæmar þarfir og væntingar borgar og atvinnulífs.
17. okt 2019

Sigurlausn Verkkeppninnar: Upplýsingatækni í sæng með Co2 samdrætti

Dómnefnd valdi tvö sigurlið þetta árið þar sem hún var einróma um að lausnir sigurliðanna tveggja myndu gagnast vel í samstarfi upplýsingatækni og samdrætti á útblæstri koltvísýrings.
7. okt 2019

Ísland fellur í stafrænni samkeppnishæfni

Ísland fellur um sex sæti í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni í ár og fer því úr 21. sæti niður í 27. sæti af 63. Um er að ræða sambærilega úttekt og IMD gerir á samkeppnishæfni ríkja í víðu samhengi, þar sem Ísland mælist í 20. sæti.
27. sep 2019

Hjallastefnan hlaut byltingarverðlaunin 2019

Allur salurinn reis úr sætum með lófataki er Margrét Pála Ólafsdóttir tók við viðurkenningunni úr hendi Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.
27. sep 2019

Það þarf að gera eitthvað

Við þurfum að breyta hvernig við hugsum um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta.
27. sep 2019

Hvað er að SKE?

Samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum.
20. sep 2019

Verkkeppni: Milljón tonna áskorunin

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Verkkeppni Viðskiptaráð helgina 4. - 6. október þar sem 3-5 manna lið hafa eina helgi til þess að finna leið til að mæta Milljón tonna áskoruninni.
17. sep 2019

Prófessor misskilur hagtölur

Efnahagsleg hagsæld byggir á því að hér vaxi og dafni blómleg fyrirtæki sem skapa aukin verðmæti sem landsmenn njóta góðs af í formi bættra lífskjara. Róandi að því mikilvæga markmiði sitjum við því sannarlega föst við okkar keip.
17. sep 2019

​Meira vitnað í rannsóknir HR en nokkurs annars háskóla í heiminum

Í gær bættist við enn ein rósin í hnappagat Háskólans í Reykjavík en á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, kemur fram að á mælikvarða sem metur áhrif rannsókna, skorar Háskólinn í Reykjavík hæst, ásamt sex öðrum háskólum.
12. sep 2019

Niðurgreiddir sumarbústaðir?

Það getur varla verið ætlun ráðherra að rýra virði fasteignaeigenda í dreifðum byggðum og niðurgreiða sumarbústaði.
29. ágú 2019

Einokunarsalar

Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar?
28. ágú 2019

Skyldusparnaður skattaprinsins

Á hátíðis- og tyllidögum, til dæmis á kjördag yfir hnallþórum og rjúkandi heitu kaffi, tala stjórnmálamenn hispurslaust um mikilvægi þess að lækka skatta á landsmenn. Um viljann skal ekki efast, en eins og allir vita sem hafa skemmt sér í góðra vina hópi, eru yfirlýsingar í slíkum gleðskap eitthvað ...
26. ágú 2019

Ekki Eyðileggja Samninginn

Útflutningur í hlutfalli við efnahagsumsvif á mælikvarða landsframleiðslu er því 6 prósentustigum hærri að meðaltali frá því að EES-samningurinn tók gildi.
16. ágú 2019

Ragnar S. Halldórsson látinn

Fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands, Ragnar S. Halldórsson er látinn. Ragnar var jafnframt einn af heiðursfélögum ráðsins.
13. ágú 2019

Að setja varalit á þingsályktun

Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Tal um að forset vísi henni til þjóðarinnar er marklaust.
6. ágú 2019

Að dæma Akureyri í Staðarskála

Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag.
26. júl 2019

Tölvan segir nei

Eflaust eru stjórnvöld að fara í einu og öllu eftir laganna hljóðan í þessu máli en ég velti fyrir mér hvort við séum almennt að fæla frá fólk sem hefur byggt upp líf hér á landi, jafnvel lært tungumálið eða ráðist í fyrirtækjarekstur, með öllum þeim áskorunum sem viðskiptaumhverfið hér krefst.
25. júl 2019

Stærstu gallar EES eru heimatilbúnir

Til mik­ils er að vinna með bættri fram­kvæmd EES-samn­ings­ins hér á landi, sem get­ur fal­ist í öfl­ugri hags­muna­gæslu og að inn­leiðing EES-reglu­verks sé ekki meira íþyngj­andi en nauðsyn kref­ur. Ann­ars veg­ar hinn aug­ljósi ávinn­ing­ur sem fólg­inn er í skil­virk­ara og fyr­ir­sjá­an­legra ...
19. júl 2019

Sumarlokun

Sumarlokun Húss atvinnulífsins er í tvær vikur frá og með 22. júlí til 6. ágúst.
18. júl 2019

Við borðum víst hagvöxt

Margir, helst allir, þurfa að leggjast á eitt við að gera hlutina með minni kostnaði fyrir umhverfið þannig að það auki lífsgæði almennings um allan heim. Sem vill svo skemmtilega til að er í anda þess sem hagvöxtur mælir: Hve mikið meira er gert fyrir minni tilkostnað.
10. júl 2019

Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér

Til að auka verðmætasköpun og fjölga atvinnutækifærum þarf oftar en ekki að fara ótroðnar slóðir.
2. júl 2019

Örerindi um samkeppnishæfni

Á fundi Viðskiptaráðs um samkeppnishæfni síðastliðinn miðvikudag var samkeppnishæfni Íslands og hinna Norðurlandanna borin saman út frá fjórum framtíðarlinsum Viðskiptaráðs sem eru leiðarvísir í starfi ráðsins. Í kjölfarið voru flutt fjögur örerindi þar sem horft var í gegnum linsurnar.
3. jún 2019

Minnum á morgunfund um samkeppnishæfni

Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki boða til morgunverðarfundar á Hilton Nordica á morgun, 29. maí, þar sem niðurstöður viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2019 verða kynntar.
28. maí 2019

Stofnun samstarfsvettvangs um loftslagsmál

Skrifað var und­ir stofn­un sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og fjölda stórra aðila í at­vinnu­líf­inu um sam­starf í lofts­lags­mál­um.
28. maí 2019

Samkeppnishæfni Íslands 2019: Hvar stöndum við?

Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki boða til morgunverðarfundar á Hilton Nordica 29. maí þar sem niðurstöður viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2019 verða kynntar.
28. maí 2019

66°Norður bauð heim hópi forstjóra og frumkvöðla

Á dögunum fór fram viðburðurinn Ný-sköpun Ný-tengsl sem er samstarfsverkefni Viðskiptaráðs Íslands og Icelandic Startups. Markmiðið er að leiða saman þaulreynda stjórnendur og frumkvöðla. Er þetta í ellefta sinn sem viðburðurinn er haldinn. Að þessu sinni tók Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66N, á ...
24. maí 2019

Einsleita eylandið

Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur.
21. maí 2019

Forsætisráðherra ræsir árvekniátak um fjölbreytileika

Í dag fögnum við alþjóðlegum degi SÞ um menningarlegan fjölbreytileika með því að ræsa árvekniátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hleypa því af stokkunum í dag kl. 14:00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu í 40 mínútna athöfn.
21. maí 2019

Fjölbreytileiki: Árvekniátak Viðskiptaráðs Íslands

Viðskiptaráð Íslands kynnir til leiks árvekniátak um fjölbreytileika. Aukin fjölbreytni er stórt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið á Íslandi, hvort heldur sem er í stjórnum, framkvæmdastjórnum eða meðal starfsmanna.
21. maí 2019

Jafnvægislist ríkisfjármála

Ísland er sögulega séð sveiflukennt hagkerfi og hafa sveiflurnar oft verið kostnaðarsamar fyrir fólk og fyrirtæki. Því er til mikils að vinna með því að hið opinbera auki ekki þær sveiflur og reyni eftir fremsta megni að draga úr sveiflunum.
16. maí 2019

Ofeldi neikvæðnipúkans

Lífið er vissulega hverfult og gangur atvinnulífsins er upp og ofan. Þá er gott að muna að stundum er púki sem togar huga okkur að ósekju á neikvæðar slóðir – höldum honum á mottunni.
10. maí 2019

Tölvustofa ríkisins

Ef fjármálaráðuneytið reiknaði sig niður á þá niðurstöðu að það væri hagkvæmara fyrir ríkið að reka eigið flugfélag, ætti ríkið þá að stofna flugfélag? Það held ég ekki.
10. maí 2019

Orka staðreyndavitundar

Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða.
8. maí 2019

Hingað og ekki lengra

Pakkasinnar, ég þeirra á meðal, eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga pakkans. Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær.
30. apr 2019

Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD

Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum.
18. apr 2019

Jörðin er flöt

Engu skiptir heldur að EES samningurinn hefur lagt grundvöllinn að lífsgæðum Íslendinga síðustu áratugi og tryggt frjáls viðskipti við 500 milljóna markað. Honum skal sagt stríð á hendur því orkupakkinn er flatur.
17. apr 2019

Eftirlitsmenning á Íslandi

Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur kynnir niðurstöður könnunar um eftirlitsmenningu á opnum morgunverðarfundi á Grand hótel þriðjudaginn 16. apríl. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á fundinn.
12. apr 2019

Ekkert víst að þetta klikki – án gríns

Þrátt fyrir að launaskrið og verðbólga hafi oft leikið vinnumarkaðinn og hagkerfið grátt er alls ekkert víst að þetta klikki að þessu sinni. Það er, sem betur fer, að mestu leyti í okkar höndum.
10. apr 2019

Að reikna sig til óbóta

Þegar um er að ræða atvinnugrein þar sem ríkir hörð samkeppni er best að ríkið standi á hliðarlínunni og leyfi einkaframtakinu að keppast um hylli neytenda, þó hægt sé að reikna ríkinu hagnað til óbóta með eftiráspeki.
8. apr 2019

Ljósið í myrkrinu

Lækkun vaxta erlendis, öldrun þjóðarinnar, lág skuldastaða, breiðari grunnur útflutnings og langvarandi lítil verðbólga með óvenju lágum verðbólguvæntingum hafa meðal annars stuðlað að lækkun vaxta á Íslandi. Þessari hljóðlátu þróun virðist ekki lokið og afnám bindiskyldunnar gæti hraðað henni, ...
8. mar 2019

Sveitarfélagið sagði: „ekki ég“

Svigrúm til þess að gera betur við láglaunafólk mætti því auðveldlega finna hjá sveitarfélögum væru þau viljug til að koma til móts við atvinnulífið um lækkaðar álögur í formi fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði.
7. mar 2019

Þeim var ég verst er ég unni mest

Háttalag verkalýðsforystunnar skapar orðsporsáhættu fyrir fjárfesta sem getur gert það að verkum að þeir veigra sér við að fjárfesta í leigufélögunum eða gera það á hærri vöxtum.
21. feb 2019

Fréttir af andláti stórlega ýktar

<span class=TextRun
20. feb 2019

Vel heppnað Viðskiptaþing 2019

Húsfyllir var á Viðskiptaþingi sem haldið var í síðustu viku. Yfirskrift þingsins var: „Skyggni nánast ekkert – forysta í heimi óvissu.“ Á þinginu var horft til þeirra áskorana sem mæta leiðtogum á tímum óvissu, þegar óvissa ríkir meira að segja um óvissuna sjálfa.
18. feb 2019

Langhlaup leiðtogans

Við vitum þó að skýr sýn og stefna um raunverulegan tilgang fyrirtækis hjálpar við að feta farsælan veg í heimi óvissu, þar sem ekkert er í hendi þrátt fyrir að útlit sé gott.
18. feb 2019

Arna, Einar Bjarki, Sigurgeir og Steinunn hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á Viðskiptaþingi 2019 voru árlegir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands kynntir. Fjórir nemendur voru valdir úr hópi 114 umsækjenda og hljóta þeir styrk að upphæð 1.000.000 kr hver.
15. feb 2019

Ræða Katrínar Olgu Jóhannesdóttur á Viðskiptaþingi

Þó svo að skyggni sé nánast ekkert vitum við að með að skýrum tilgangi, frelsi og færni má feta öruggan veg til árangurs, velferðar og aukinna tækifæra. Þetta hefur Viðskiptaráð ávallt haft að leiðarljósi – en frjáls viðskipti eru líklegust til að leiða af sér öfluga sköpun verðmæta sem eru ...
14. feb 2019

Viðskiptaþing í beinni

Hér er streymi frá fyrsta hluta Viðskiptaþings 2019. Þingið ber yfirskriftina: Skyggni nánast ekkert - forysta í heimi
14. feb 2019

Hver er þinn áttaviti?

Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Á Viðskiptaþingi munum leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið.
13. feb 2019

Skrifstofa lokuð 14. febrúar

Fimmtudaginn 14. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs lokuð.
12. feb 2019

Nýsköpunarheit afhent ráðherra

Sigríður Margrét Oddsdóttir, formaður nýsköpunarhóps Viðskiptaráðs, afhenti í gær Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra nýtt rit Viðskiptaráðs Nýsköpunarheit.
8. feb 2019

Fregnir um hátt verðlag ævintýralega ýktar

Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings.
7. feb 2019

Viðskiptaráð verðlaunaði nemendur við útskrift HR

Viðskiptaráð verðlaunaði nemendur við útskrift HR þann 2. febrúar við hátíðlega athöfn í Hörpu.
4. feb 2019

Ástæða til bjartsýni í heimi bölsýni

Engin ástæða er til annars en að vera bjartsýnn um að næstu 10 ár verði góð líkt og þau síðustu 10, sérstaklega ef skynsamlegar ákvarðanir fólks, fyrirtækja og stjórnvalda halda áfram að verða ofan á.
4. feb 2019

Valkostur fyrir viðskiptalífið

Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi.
1. feb 2019

Uppselt á Viðskiptaþing 2019

Uppselt er á Viðskiptaþing 2019 sem fram fer 14. febrúar nk. Áhugasamir geta skráð sig á biðlista.
21. jan 2019

Húsfyllir á fundi um tilnefningarnefndir

Húsfyllir var á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um tilnefningarnefndir.
16. jan 2019

Krafan er: Enginn undir miðgildi

Krafan um að laun dugi fyrir opinberum framfærsluviðmiðum er byggð á slysalegum misskilningi. Ein og sér er krafan um að laun dugi til framfærslu skiljanleg og eðlileg en það viðmið sem stór hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur kosið að nota sem mælikvarða einhverskonar lágmarks framfærslukostnað er ...
14. jan 2019

Öll púslin skipta máli

Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna ...
9. jan 2019

60% skattur á alla?

Ein af þeim kröfum sem sett er fram í kjaraviðræðum, ásamt tugprósenta launahækkunum, er að lægstu laun verði skattfrjáls. Sú tillaga hljómar ágætlega í sjálfu sér enda eru langflestir sammála um að skattbyrði fylgi tekjum einstaklinga upp að einhverju marki. Við nánari athugun er tillagan þó langt ...
7. jan 2019