Greinar

Meðlimir stjórnar og starfsfólk Viðskiptaráðs skrifa reglulega greinar sem birtast í dagblöðum eða tímaritum. Þær greinar eru birtar hér á vefnum samhliða.

Sía eftir viðfangsefni

09.02.2017 | Greinar

Pólitískar jarðsprengjur auðlindanna

Á fimmtudag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu. Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann.

11.02.2015 | Greinar

Rekstur hins opinbera á krossgötum

Hið opinbera gegnir veigamiklu hlutverki í vestrænum ríkjum. Umfang þess hefur vaxið mikið víðast hvar og Ísland er þar engin undantekning. Upp að vissu marki má rekja þetta til breytinga á samfélagsgerð sem almenn sátt ríkir um. Þannig skýra uppbygging mennta- og heilbrigðiskerfisins og félagslegar tilfærslur hluta af útgjaldaaukningu undanfarinna áratuga.

12.02.2014 | Greinar

Aukin alþjóðaviðskipti undirstaða lífskjarabóta

Í dag fer árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs fram á Hilton Reykjavík Nordica. Umfjöllunarefni þingsins er alþjóðageirinn en undir hann fellur öll sú starfsemi sem ekki er háð aðgengi að náttúruauðlindum með beinum hætti, nýtur ekki samkeppnisverndar og keppir á alþjóðlegum mörkuðum.

16.02.2012 | Greinar

Hvers virði er atvinnulíf?

Almennt er litið svo á að heilbrigt, kröftugt atvinnulíf sé undirstaða hagvaxtar og lífskjara í hverju landi. Það er því athyglisvert að í umræðu á vettvangi íslenskra stjórnmála undanfarin misseri hefur á stundum mátt lesa efasemdir um framlag atvinnulífs til verðmætasköpunar sem aftur undirbyggir atvinnu og kaupmátt.

09.03.2010 | Greinar

Samstarf um verðmætasköpun og hagvöxt

Ísland stendur á tímamótum um þessar mundir og sú efnahagslega umgjörð sem nú eru lögð drög að verður arfleifð næstu kynslóða. Til að tryggja framtíðarlífskjör á Íslandi hlýtur stefnumörkun stjórnmálaforystunnar að miða að hámörkun hagvaxtar og um leið hagsældar.

17.01.2006 | Greinar

Aftur til framtíðar

Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar um nýliðin áramót eru fagnaðarefni fyrir margar sakir. Í fyrstu ber að fagna því að staðgreiðsluhlutfall einstaklinga verður á næsta ári orðið lægra en það var þegar staðgreiðslukerfinu var upprunalega komið á fót árið 1988. Í annan stað styrkja þær mann í þeirri trú að fjármálaráðherra hyggist gera gangskör að endurbótum á skattkerfinu. Afnám eignarskatts um áramót er stór áfangi á þeirri vegferð enda höfðu margir barist lengi fyrir afnámi hans.