Viðskiptaráð Íslands

Aðild að Viðskiptaráði

Með aðild að Viðskiptaráði tryggja fyrirtæki sér öflugan hagsmunavörð og málsvara, efla tengslanet stjórnenda sinna, njóta liðsinnis sérfræðinga ráðsins og taka þátt í að móta íslenskt viðskiptalíf:

  • Hagsmunavarsla. Við gætum hagsmuna aðildarfélaga gagnvart hinu opinbera, t.d. varðandi laga- og regluverksbreytingar, opinbert eftirlit og nefndastörf.
  • Opinber málsvörn. Við erum forsvari aðildarfélaga í málefnum sem varða þeirra hagsmuni en viðskiptahagsmunir gera þeim erfitt fyrir að tjá sig um.
  • Tengslamyndun. Samskipti við forsvarsmenn öflugustu fyrirtækja landsins gegnum stjórn, málefnahópa, innlenda viðburði og alþjóðastarf millilandaráða.
  • Liðsinni sérfræðinga. Aðgangur að lög- og hagfræðingum ráðsins, t.d. varðandi samskipti við opinbera aðila, lögfræðiráðgjöf og miðlun efnahagsupplýsinga.
  • Stefnumótandi áhrif. Þátttaka í málefnastarfi sem hefur haft mótandi áhrif á rekstrarumhverfi viðskiptalífsins og samkeppnishæfni Íslands frá árinu 1917.

Aðildargjald fer eftir veltu fyrirtækis og er frá 118.000 kr. upp í 2.976.000 kr. á ári. Tafla aðildargjalda er aðgengileg hér

Hafðu samband við framkvæmdastjóra eða fylltu út formið til að fá nánari kynningu á aðild. Þú getur líka sótt beint um neðst á þessari síðu.

Fá kynningu á aðild

Sækja um aðild

Upplýsingar um félagið

Tengiliður

Um okkur

Viðskiptaráð vinnur að því að efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara. Við erum frjáls félagasamtök sem hafa starfað samkvæmt þessu leiðarljósi frá árinu 1917.