Aðild að Viðskiptaráði

Með aðild að Viðskiptaráði tryggja fyrirtæki sér öflugan hagsmunavörð og málsvara, efla tengslanet stjórnenda sinna, njóta liðsinnis sérfræðinga ráðsins og taka þátt í að móta íslenskt viðskiptalíf:

  • Hagsmunavarsla. Við gætum hagsmuna aðildarfélaga gagnvart hinu opinbera, t.d. varðandi laga- og regluverksbreytingar, opinbert eftirlit og nefndastörf.
  • Opinber málsvörn. Við erum forsvari aðildarfélaga í málefnum sem varða þeirra hagsmuni en viðskiptahagsmunir gera þeim erfitt fyrir að tjá sig um.
  • Tengslamyndun. Samskipti við forsvarsmenn öflugustu fyrirtækja landsins gegnum stjórn, málefnahópa, innlenda viðburði og alþjóðastarf millilandaráða.
  • Liðsinni sérfræðinga. Aðgangur að lög- og hagfræðingum ráðsins, t.d. varðandi samskipti við opinbera aðila, lögfræðiráðgjöf og miðlun efnahagsupplýsinga.
  • Stefnumótandi áhrif. Þátttaka í málefnastarfi sem hefur haft mótandi áhrif á rekstrarumhverfi viðskiptalífsins og samkeppnishæfni Íslands frá árinu 1917.

Aðildargjald fer eftir veltu fyrirtækis og er frá 118.000 kr. upp í 2.976.000 kr. á ári. Tafla aðildargjalda er aðgengileg hér

Hafðu samband við framkvæmdastjóra eða fylltu út formið til að fá nánari kynningu á aðild. Þú getur líka sótt beint um neðst á þessari síðu.

Fá kynningu á aðild

Sækja um aðild

Upplýsingar um félagið

Tengiliður