Viðskiptaráð Íslands

Lögfræðiráðgjöf

María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs

Lögfræðingur Viðskiptaráðs veitir aðildarfélögum ráðsins almenna lögfræðiráðgjöf um viðskiptatengd málefni. Hann svarar meðal annars fyrirspurnum um löggjöf og reglugerðir sem varða rekstur fyrirtækja. Það er vilji Viðskiptaráðs að slík ráðgjöf skýri réttarstöðu aðildarfélaga og mögulegar málalyktir í tilteknum málum.

Gerðardómur Viðskiptaráðs Íslands er starfræktur innan vébanda Viðskiptaráðs. Með notkun Gerðardómsins býðst aðildarfélögum ráðsins önnur leið til að leysa úr ágreiningi en fyrir almennum dómstólum. Aðildarfélög geta með málsskoti til gerðardómsins fengið niðurstöðu í mögulegum ágreiningi með skjótum og öruggum hætti. Viðskiptaráð býður jafnframt upp á aðstoð við að leysa úr viðskiptadeildum með sérstakri sáttamiðlun.

Þjónusta

Hvort heldur er um ráðgjöf, beina þjónustu eða vinnu að hagsmunamálum gerir Viðskiptaráð sitt besta við að leysa hratt og greiðlega úr málum aðildarfélaga. Ennfremur gefur ráðið út upprunavottorð og ATA Carnet skírteini.