Stjórn Viðskiptaráðs Íslands er kosin á aðalfundi ráðsins sem haldinn er annað hvert ár. Stjórnina skipa 37 manns auk formanns sem kosinn er sérstaklega. Nöfn stjórnarmanna má sjá hér fyrir neðan.
Stjórn Viðskiptaráðs fundar einu sinni í mánuði að júlí og ágúst undanskildum. Á fundunum eru ýmis mál tengd atvinnulífinu rædd auk stefnumála Viðskiptaráðs. Fulltrúar allra aðildarfélaga eru kjörgengir til stjórnar og fer atkvæðavægi í kosningum eftir árgjaldaflokki hvers fyrirtækis.
Framkvæmdastjórn markar stefnu Viðskiptaráðs á hverjum tíma og hefur yfirumsjón með starfsemi ráðsins. Framkvæmdastjórn skipa formaður stjórnar auk sex fulltrúa sem kosnir eru úr stjórn Viðskiptaráðs. Núverandi framkvæmdastjórn má má sjá hér neðar á síðunni.
Andri Þór Guðmundsson er formaður Viðskiptaráðs. Andri var kjörinn formaður til tveggja ára í febrúar 2024.
Stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára í febrúar 2024.
Framkvæmdastjórn markar stefnu Viðskiptaráðs á hverjum tíma og hefur yfirumsjón með daglegum störfum ráðsins. Mál sem koma til kasta ráðsins eru því í flestum tilfellum rædd innan framkvæmdastjórnarinnar. Framkvæmdastjórn skipa formaður stjórnar, auk sex fulltrúa sem kosnir eru úr stjórn Viðskiptaráðs.
Kjörin á stjórnarfundi Viðskiptaráðs Íslands 6. mars 2024.
Viðskiptaráð vinnur að því að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara. Við erum frjáls félagasamtök sem hafa starfað samkvæmt þessu leiðarljósi frá árinu 1917.