Meðlimir stjórnar og starfsfólk Viðskiptaráðs skrifa reglulega greinar sem birtast í dagblöðum eða tímaritum. Þær greinar eru birtar hér á vefnum samhliða.
Í síðustu viku birti Viðskiptaráð samanburð á starfstengdum réttindum opinberra starfsmanna og starfsfólks í einkageiranum. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, njóta aukins …
Mikilvægt er að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og samhliða því rýmka tækifæri þeirra til að fjáröflunar. Það myndi draga úr stofnanavæðingu stjórnmálanna og auka hvata flokkanna til að halda úti öflugu grasrótarstarfi.
Afstaða stjórnmálaflokka til efnahagsmála í kosningaáttavita Viðskiptaráðs gefur tilefni til bjartsýni varðandi nokkur þjóðþrifamál sem mikill meirihluti er fylgjandi. Ef fram heldur sem horfir ætti að vera leikur einn fyrir nýja ríkisstjórn að koma þeim á dagskrá.
„Í stað innstæðulausra inngripa í kjarasamningagerð á almennum vinnumarkaði ættu stjórnvöld að einbeita sér að því að skila hallalausum fjárlögum.“ Þetta kemur fram í grein sem Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, skrifar.
Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni …
Ekki er þörf á fleiri starfshópum eða skýrslum til að greina augljósa galla við framkvæmd heilbrigðiseftirlits. Tími er kominn til að taka ákvörðun og einfalda kerfið. Viðskiptaráð leggur til að heilbrigðisumdæmum verði fækkað úr níu í eitt.
Viðskiptaráð leggur fram tíu tillögur sem lækka kostnað vegna eftirlits án þess að minnka ávinninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, svarar gagnrýni Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar.
"Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, þegar íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Ódauðleg setning, ekki síst vegna þess að hún grípur á einlægan hátt vilja okkar til að skara fram úr …
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla. Erna fer um víðan völl í greininni, …
Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. Tollar eru enda í eðli sínu ofurskattar á mat. Þeir valda því til dæmis að 90% skattur er lagður á innfluttan rjómaost og 105% …
Innviðaráðherra birti grein í Morgunblaðinu í gær og gagnrýndi Viðskiptaráð fyrir úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála síðasta vetrar. Úttektin sýndi að heildaráhrif þingmála ríkisstjórnarinnar voru lítillega jákvæð. Af einstökum ráðuneytum höfðu þingmál innviðaráðuneytisins hins vegar …
„Þótt margir gleðjist eflaust yfir því að fá millifært úr ríkissjóði er hér um skammgóðan vermi að ræða. Stuðningurinn hefur verðbólguhvetjandi áhrif með þenslu og hallarekstri, hefur neikvæð áhrif á hegðun og gagnast ekki þeim sem þurfa á stuðningi að halda.“
„Auðvitað eiga leikreglur á markaði að vera skýrar og stuðla að jafnræði milli aðila, en þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu fela einkum í sér takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, aukið flækjustig og íþyngjandi aðkomu stjórnvalda að einkaréttarlegum samningum milli aðila. …
„Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt.“
Fyrir hverja krónu sem heimili og fyrirtæki verja samanlagt, eyðir hið opinbera krónu á móti. Þannig ráðstafar hið opinbera hvergi hærra hlutfalli af verðmætasköpuninni en á Íslandi.
„Að skiptast á skoðunum er mikilvægt. Það væri þó til mikilla bóta að hafa í huga að þótt það sé alveg ókeypis að vera kurteis getur það samt verið mikils virði.“
„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að skilvirkni hins opinbera hafi setið eftir. Vísbendingar eru um að aukið umfang hafi ekki skilað bættri þjónustu í grunnverkefnunum sem eru á borði ríkis og sveitarfélaga.“
„Með frumvarpinu er ekki einungis verið að veita Seðlabankanum heimild til að setja reglur um greiðslumiðlun heldur einnig verið að leggja drög að stofnun greiðslumiðlunar í eigu ríkisins.“