Viðskiptaráð Íslands

Þjónusta

Hvort heldur er um ráðgjöf, beina þjónustu eða vinnu að hagsmunamálum gerir Viðskiptaráð sitt besta við að leysa hratt og greiðlega úr málum aðildarfélaga. Ennfremur gefur ráðið út upprunavottorð og ATA Carnet skírteini.

Eitt af meginhlutverkum Viðskiptaráðs er að vera málsvari fyrir félaga. Sem heildarsamtök viðskiptalífsins starfar Viðskiptaráð óskipt að hagsmunum allra sem stunda viðskipti. Ráðið er málsvari viðskiptalífisins gagnvart stjórnvöldum í að leiða fram jákvæðar breytingar, til dæmis með umsagnarskrifum. Einnig kemur Viðskiptaráð reglulega á framfæri mikilvægum upplýsingum um þróun efnahagslífsins gagnvart aðildarfélögum og öðrum innlendum sem erlendum aðilum, t.d. með útgáfu Icelandic Economy, úttekt á samkeppnishæfni og annarri útgáfu.

Skrifstofa Viðskiptaráðs gefur út ATA Carnet skírteini og upprunavottorð. ATA Carnet skírteini heimila tímabundinn útflutning á vörum og vörusýnishornum en upprunavottorðum er ætlað það hlutverk að staðfesta upprunaland tiltekinnar framleiðsluvöru. Þá veitir lögfræðingur ráðsins aðildarfélögum ýmis konar lögfræðiráðgjöf auk þess sem hagfræðingur Viðskiptaráðs heldur kynningar um efnahagsmál sé þess óskað.

Starfsfólk ráðsins er aðildarfélögum sínum afar aðgengilegt og skrifstofan ráðsins er opin alla virka daga. Best er að hafa samband í síma 510 7100 eða með tölvupósti á mottaka@vi.is.