Viðskiptaráð Íslands

Viðburðir

Viðskiptaráð heldur reglulega fundi þar sem ákveðin málefni eru tekin til umræðu og afstaða ráðsins kynnt. Algengt er að ráðið haldi slíka fundi í tengslum við útgáfu skýrslna eða annars efnis. Fundirnir eru í mörgum tilfellum haldnir í samstarfi við aðildarfélög með beinum eða óbeinum hætti.

Fyrri ár

Afsakið hlé: Umhverfi fjölmiðla á Íslandi

Viðskiptaráð kynnir nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi miðvikudaginn 5. mars á Vinnustofu Kjarval, á 2. hæð. Helga Arnardóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Einar Stefánsson taka þátt í umræðum að kynningu lokinni.
5. mars 2025

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.
13. febrúar 2025

Peningamálafundur 2025

Peningamálafundur Viðskiptaráðs er áformaður fimmtudaginn 6. febrúar 2025 frá kl. 8:30 til 10:00 í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík. Léttur morgunverður frá kl. 8:00.
6. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn 14. janúar kl. 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu.
14. janúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember 2024. Fundurinn hefst kl. 08:30. Þar mun forystufólk stjórnmálaflokkanna ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 20. júní 2024 í Borgartúni 35.
20. júní 2024

Viðskiptaþing 2024

Viðskiptaþing 2024 fer fram 8. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 13:00.
8. febrúar 2024

Morgunspjall með nýjum fjármála- og efnahagsráðherra

Fundur aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs
18. október 2023

Samkeppnishæfni Íslands 2023

Lokaður viðburður fyrir aðildarfélaga Viðskiptaráðs
20. júní 2023

Morgunspjall með forsætisráðherra

Fundur aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs
24. maí 2023

Morgunspjall með háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Fundur aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs
26. apríl 2023

Morgunspjall með fjármála- og efnahagsráðherra

Fundur aðeins opinn aðildarfélögum Viðskiptaráðs
30. mars 2023

Viltu vita meira?

Hér getur þú skráð þig á póstlista Viðskiptaráðs