Viðskiptaráð heldur reglulega fundi þar sem ákveðin málefni eru tekin til umræðu og afstaða ráðsins kynnt. Algengt er að ráðið haldi slíka fundi í tengslum við útgáfu skýrslna eða annars efnis. Fundirnir eru í mörgum tilfellum haldnir í samstarfi við aðildarfélög með beinum eða óbeinum hætti.
Peningamálafundur Viðskiptaráðs er áformaður fimmtudaginn 6. febrúar 2025 frá kl. 8:30 til 10:00 í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík. Léttur morgunverður frá kl. 8:00.
Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember 2024. Fundurinn hefst kl. 08:30. Þar mun forystufólk stjórnmálaflokkanna ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.
Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 20. júní 2024 í Borgartúni 35.