Viðskiptaráð Íslands

Umsagnir

Á hverju ári veitir Viðskiptaráð Íslands umsagnir um tugi lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á Alþingi. Í flestum tilfellum er um að ræða frumvörp sem varða viðskiptalífið með beinum eða óbeinum hætti.

Fyrri ár

Hlutverk hins opinbera þarfnist stöðugrar endurskoðunar

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar stöðumat og valkosti fyrir stefnu um opinbera þjónustu. Ráðið telur að stöðug endurskoðun þurfi að eiga sér stað á því hvort hið opinbera þurfi að sinna allri þeirri þjónustu sem það gerir í dag. Jafnframt hefur ráðið áhyggjur af hraðri aukningu útgjalda til …
19. nóvember 2025

Viðhalda þarf öflugu og stöðugu hvatakerfi fyrir nýsköpun

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til þess að viðhalda stöðugu og öflugu hvatakerfi fyrir nýsköpun. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins um drög að frumvarpi um breytingar á stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki. Mikilvægt er að tryggja að stuðningskerfið sé einfalt, skilvirkt og fyrirsjáanlegt.
13. nóvember 2025

Óveruleg hækkun veltumarka og skref í ranga átt

Viðskiptaráð telur að frumvarpsdrög að breytingum á samkeppnislögum feli í sér afturför að ýmsu leyti. Hækkun veltumarka er óveruleg auk þess sem að aðrar tillögur ganga of langt, auka flækjustig, kostnað og valdheimildir stjórnvalda án þess að brýn nauðsyn liggi fyrir. Frumvarpið gengur víða lengra …
7. nóvember 2025

ETS-kerfið reynst íþyngjandi fyrir Ísland

Innleiðing viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) hefur þegar haft veruleg áhrif á íslenskt atvinnulíf og samkeppnishæfni landsins. Viðskiptaráð leggur áherslu á að útfærsla kerfisins taki mið af sérstöðu Íslands sem eyríkis, þar sem flug og sjóflutningar eru forsenda verðmætasköpunar. …
6. nóvember 2025

Stjórnvöld hvött til að endurskoða gjaldtökuheimild

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um hátternisreglur í raforkuviðskiptum sem miðar að því að tryggja gagnsæi og traust á heildsölumarkaði með raforku. Ráðið fagnar markmiðum frumvarpsins og því að tekið hafi verið mið af fyrri ábendingum þess, en leggur jafnframt áherslu á að …
6. nóvember 2025

Færa á námsmannaleyfi til samræmis við Norðurlönd

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi sem felur í sér einföldun á afgreiðslu atvinnuleyfa og breytingar á reglum um dvalarleyfi námsmanna. Í umsögn ráðsins er lögð áhersla á mikilvægi samræmingar og skilvirkni í stjórnsýslu útlendingamála, afnám óþarfa umsagnarskyldu og skýrari …
5. nóvember 2025

Ísland stenst ekki samkeppni um erlenda fjárfestingu

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp sem miðar að því að einfalda regluverk í tengslum við erlendar fjárfestingar. Ráðið bendir á tækifæri til úrbóta með því að afnema skattskyldu söluhagnaðar erlendra aðila og tryggja samkeppnishæfari skattframkvæmd til að laða að aukna erlenda fjárfestingu …
4. nóvember 2025

Olíuleit getur falið í sér mikinn ávinning án áhættu fyrir ríkissjóð

Viðskiptaráð styður að á ný verði hafnar markvissar rannsóknir á olíu- og gaslindum á landgrunni Íslands. Ráðið telur að ávinningur þjóðarinnar af slíkum rannsóknum gæti verið verulegur, jafnvel þótt olía finnist ekki í vinnanlegu magni. Þá bendir ráðið á að olíuleit og vinnsla á Drekasvæðinu yrði …
30. október 2025

Grefur undan hvata til þátttöku á vinnumarkaði

Tenging almannatrygginga við launavísitölu felur í sér verulega og óskynsamlega útgjaldaaukningu. Viðskiptaráð leggst gegn breytingunni enda mun hún þyngja byrðar vinnandi fólks þegar síst skyldi, hraða varanlega útgjaldavexti hins opinbera og veikja hvata til þátttöku á vinnumarkaði.
30. október 2025

Svigrúm til lækkunar atvinnutryggingagjalds

Frumvarp um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir markar mikilvægt skref í endurskoðun stuðningskerfa vinnumarkaðarins. Brýnt er að breytingarnar stuðli bæði að skilvirkara kerfi og auknu gagnsæi, þannig að fjármunir nýtist sem best og skili ávinningi fyrir atvinnulíf …
29. október 2025

Einkunnir sem hæfniviðmið er besti mælikvarðinn

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem varða innritunarferli og viðmið við val á nemendum. Frumvarpið felur í sér að framhaldsskólum verði heimilt að líta til annarra þátta en námsárangurs við innritun. Ráðið telur að slíkar breytingar feli í sér …
28. október 2025

Tryggja þarf að kílómetragjald leiði ekki til óhóflegrar skattheimtu

Viðskiptaráð styður markmið stjórnvalda um sjálfbært og sanngjarnt kerfi gjaldtöku í frumvarpi til laga um kílómetragjald. Ráðið leggur áherslu á að breytingarnar séu metnar í heildstæðu samhengi og að tryggt sé að þær leiði hvorki til óhóflegrar skattheimtu né íþyngjandi áhrif á atvinnulíf og …
28. október 2025

Menningarframlag óskilvirkur skattur sem nær ekki markmiðum sínum

Viðskiptaráð varar við því að skattlagning á streymisþjónustu gæti haft neikvæð áhrif á samkeppni og aukið kostnað neytenda. Þess í stað telur ráðið að stjórnvöld ættu að beina sjónum að innlendum samkeppnishindrunum og endurskipuleggja stuðning við innlenda dagskrárgerð þannig að hann nýtist betur …
27. október 2025

Afnám tolla bætir hag neytenda

Mikilvægt er að skýra ákvæði um yfirráð frumframleiðendafélaga með hlutlægum hætti, tryggja jafnræði milli aðila á markaði og forðast óeðlilegar kvaðir á fyrirtæki. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þá hvetur ráðið stjórnvöld til að stuðla að …
23. október 2025

Styðja þarf við erlenda fjárfestingu í stað þess að torvelda hana

Viðskiptaráð og fleiri aðildarsamtök atvinnulífsins hafa skilað sameiginlegri umsögn um drög að frumvarpi atvinnuvegaráðherra um rýni á fjárfestingum erlendra aðila. Ráðið fagnar því að tekið hafi verið mið af gagnrýni sem fram kom á fyrri stigum, en telur að enn þurfi að skerpa á mörgum atriðum. …
21. október 2025

Afnám jafnlaunavottunar tímabær breyting

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp til breytinga á jafnréttislögum. Ráðið fagnar því að afnumin verði skylda til jafnlaunavottunar, þar sem fyrirkomulagið hefur reynst bæði kostnaðarsamt og árangurslítið. Ráðið hvetur til einföldunar regluverks og endurskoðunar stofnanaumgjörðar á sviði …
13. október 2025

Breytingar á leigubílalögum stöðva framfarir

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Ráðið varar við að fyrirhugaðar breytingar leiði til afturfarar á markaðnum með auknum aðgangshindrunum, minni samkeppni og lakari þjónustu. Þess í stað hvetur ráðið til þess að stjórnvöld einfaldi regluverk, …
10. október 2025

Frumvarp um skammtímaleigu nær ekki markmiðum sínum

Endurflutt frumvarp, sem takmarkar skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis, gengur gegn markmiðum sínum. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Ráðið varar jafnframt við því að strangari reglur um skammtímaleigu ýti undir ólöglega starfsemi og auki réttaróvissu. Ráðið hefur sérstakar áhyggjur af tillögu …
9. október 2025

Sameining sýslumannsembætta ætti að skila rekstrarhagræði

Viðskiptaráð fagnar markmiðum frumvarps um sameiningu níu sýslumannsembætta í eitt. Ráðið telur þó að frumvarpið, í núverandi mynd, tryggi ekki raunverulegt rekstrarhagræði, heldur feli fyrst og fremst í sér skipulagsbreytingu án sparnaðar. Með hliðsjón af fyrri sameiningum opinberra stofnana telur …
9. október 2025

Íhlutun á leigumarkaði gæti dregið úr framboði

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum. Ráðið gagnrýnir þær íhlutanir sem lagðar eru til á leigumarkaði. Frumvarpið felur í sér óhóflegar takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, sem geti dregið úr framboði leiguhúsnæðis og haft neikvæð áhrif á …
8. október 2025