Á hverju ári veitir Viðskiptaráð Íslands umsagnir um tugi lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á Alþingi. Í flestum tilfellum er um að ræða frumvörp sem varða viðskiptalífið með beinum eða óbeinum hætti.
Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Ráðið varar við að fyrirhugaðar breytingar leiði til afturfarar á markaðnum með auknum aðgangshindrunum, minni samkeppni og lakari þjónustu. Þess í stað hvetur ráðið til þess að stjórnvöld einfaldi regluverk, …
Endurflutt frumvarp, sem takmarkar skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis, gengur gegn markmiðum sínum. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Ráðið varar jafnframt við því að strangari reglur um skammtímaleigu ýti undir ólöglega starfsemi og auki réttaróvissu. Ráðið hefur sérstakar áhyggjur af tillögu …
Viðskiptaráð fagnar markmiðum frumvarps um sameiningu níu sýslumannsembætta í eitt. Ráðið telur þó að frumvarpið, í núverandi mynd, tryggi ekki raunverulegt rekstrarhagræði, heldur feli fyrst og fremst í sér skipulagsbreytingu án sparnaðar. Með hliðsjón af fyrri sameiningum opinberra stofnana telur …
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum. Ráðið gagnrýnir þær íhlutanir sem lagðar eru til á leigumarkaði. Frumvarpið felur í sér óhóflegar takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, sem geti dregið úr framboði leiguhúsnæðis og haft neikvæð áhrif á …
Í fjárlögum fyrir árið 2026 er áformað ríkissjóður verði rekinn með 15 ma.kr. halla og að hreinn lánsfjárjöfnuður verði neikvæður um 70 ma.kr. Viðskiptaráð telur brýnt að stjórnvöld loki fjárlagagatinu, hætti að safna skuldum og hagræði í rekstri. Í því samhengi leggur ráðið fram 46 …
Viðskiptaráð fagnar áformum um afnám áminningarskyldu starfsmanna ríkisins. Rík uppsagnarvernd sem felst m.a. í áminningarskyldunni kemur í veg fyrir að hægt sé að taka á ófullnægjandi frammistöðu eða brotum í starfi með fullnægjandi hætti. Ráðið telur áformin fela í sér þarft og tímabært skref í þá …
Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hefur um árabil einkennst af verulegum skekkjum, þar sem Ríkisútvarpið nýtur bæði opinberra framlaga og tekna af auglýsingasölu. Viðskiptaráð telur að með því að ráðast á þennan kerfislæga vanda megi styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla og tryggja …
Viðskiptaráð styður ábyrg markmið í loftslagsmálum, en leggur áherslu á að þau byggist á raunsæjum forsendum, taki mið af sérstöðu Íslands og verði metin út frá kostnaði og ávinningi fyrir samfélagið. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins um drög að landsákvörðuðu framlagi Ísland til Parísarsamningins …
Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um áform um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Í umsögninni er tekið undir mikilvægi þess að draga úr langtímaatvinnuleysi og styðja atvinnuleitendur til virkni á vinnumarkaði. Ráðið telur tímabært að bótatímabil verði stytt til samræmis við það sem …
Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um áformaðar breytingar á samkeppnislögum sem nú eru til meðferðar í ráðuneytinu. Áformin lúta einkum að málsmeðferð í samrunamálum varðandi hækkun veltumarka, auknar vald- og rannsóknarheimildir samkeppnisyfirvalda og svokallað „stop the clock“ ákvæði. Ráðið leggur …
Viðskiptaráð fagnar áformum um að breytt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi í umsögn við áform þar um. Stjórnvöld ætla að m.a. að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo og færa ábyrgð með því upp til Umhverfis- og orkustofnunnar annars vegar og Matvælastofnunar. Stjórnvöld ættu þó að ganga …
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að reglugerð um plastvörur sem miða að innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins um einnota plast. Að mati ráðsins er ljóst að reglugerðardrögin muni draga úr vöruúrvali neytenda og stuðla að hærra vöruverði. Viðskiptaráð leggur áherslu á að innleiðingin …
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á lögum um loftslagsmál. Ráðið leggur áherslu á að endurskoðun laganna byggi á gagnsæju mati á kostnaði og ávinningi aðgerða, þar sem samkeppnishæfni atvinnulífsins og sérstaða Íslands séu höfð að leiðarljósi.
Viðskiptaráð leggur áherslu á mikilvægi fyrirsjáanleika, jafnræðis milli atvinnugreina og hagfellds rekstrarumhverfis í umsögn um drög að atvinnustefnu Íslands til 2035. Í umsögninni er rýnt í hlutverk stjórnvalda við að stuðla að öflugu rekstrarumhverfi einkageirans, mikilvægi samráðs við …
Bann við netsölu, takmörkun bragðefna og einsleitar umbúðir er meðal tillagna í frumvarpsdrögum um setningu heildarlöggjafar um nikótín- og tóbaksvörur. Viðskiptaráð telur að slíkar aðgerðir skerði atvinnu- og viðskiptafrelsi, dragi úr hvata til að velja skaðminni valkosti og veiki samkeppnisstöðu …
Afnema ætti hlutdeildarlán stjórnvalda. Úrræðið hefur ekki sýnt að það nái markmiðum sínum, skekkir húsnæðismarkað og byggir á röngum forsendum um að þröskuldur inn á markað sé óeðlilega hár. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Reynslan, bæði innanlands og erlendis, sýnir að áhrifin geta …
Viðskiptaráð gagnrýnir fyrirhuguð áform um aukna íhlutun í sölu og framleiðslu nikótínvara. Að mati ráðsins eru tillögurnar til þess fallnar að skerða atvinnu-, viðskipta- og valfrelsi fyrirtækja og neytenda. Þá skorti nauðsynlegt mat á árangri núgildandi aðgerða auk þess sem ekki sé gerður …
Viðskiptaráð gagnrýnir frumvarp sem veitir heimild til að víkja frá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og auka aflamagn til strandveiða. Ráðið telur að frumvarpið grafi undan sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu sjávarauðlindarinnar, samhliða því að auka kostnað og óvissu í greininni.
Viðskiptaráð leggst gegn nýju frumvarpi stjórnvalda um breytingar á leigubílaþjónustu og varar við því að það grafi undan samkeppni og atvinnufrelsi. Í umsögn sinni gagnrýnir ráðið fyrirhugaða endurupptöku stöðvarskyldu og auknar kvaðir á leyfishafa, sem það telur bæði óþarfar og skaðlegar. Ráðið …
Viðskiptaráð fagnar því að hafin sé vinna við endurskoðun frumvarps um rýni á fjárfestingum erlendra aðila, með áherslu á þjóðaröryggi og allsherjarreglu. Ráðið styður skýra og einfalda rýnilöggjöf en varar við of víðtæku gildissviði sem getur hamlað fjárfestingum.