Viðskiptaráð Íslands

Umsagnir

Á hverju ári veitir Viðskiptaráð Íslands umsagnir um tugi lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á Alþingi. Í flestum tilfellum er um að ræða frumvörp sem varða viðskiptalífið með beinum eða óbeinum hætti.

Fyrri ár

Nikótín sett undir sama hatt og tóbak

Viðskiptaráð gagnrýnir fyrirhuguð áform um aukna íhlutun í sölu og framleiðslu nikótínvara. Að mati ráðsins eru tillögurnar til þess fallnar að skerða atvinnu-, viðskipta- og valfrelsi fyrirtækja og neytenda. Þá skorti nauðsynlegt mat á árangri núgildandi aðgerða auk þess sem ekki sé gerður …
3. júlí 2025

Óábyrgt að víkja frá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Viðskiptaráð gagnrýnir frumvarp sem veitir heimild til að víkja frá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og auka aflamagn til strandveiða. Ráðið telur að frumvarpið grafi undan sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu sjávarauðlindarinnar, samhliða því að auka kostnað og óvissu í greininni.
16. júní 2025

Afturför á leigubílamarkaði sem grafi undan samkeppni og atvinnufrelsi

Viðskiptaráð leggst gegn nýju frumvarpi stjórnvalda um breytingar á leigubílaþjónustu og varar við því að það grafi undan samkeppni og atvinnufrelsi. Í umsögn sinni gagnrýnir ráðið fyrirhugaða endurupptöku stöðvarskyldu og auknar kvaðir á leyfishafa, sem það telur bæði óþarfar og skaðlegar. Ráðið …
5. júní 2025

Of viðtækt gildissvið getur hamlað fjárfestingum

Viðskiptaráð fagnar því að hafin sé vinna við endurskoðun frumvarps um rýni á fjárfestingum erlendra aðila, með áherslu á þjóðaröryggi og allsherjarreglu. Ráðið styður skýra og einfalda rýnilöggjöf en varar við of víðtæku gildissviði sem getur hamlað fjárfestingum.
4. júní 2025

87% aflaheimilda hafa skipt um hendur

Lykilrök fyrir áformaðri hækkun veiðigjalds er svokölluð auðlindarenta, þ.e. umframhagnaður kvótahafa vegna aðgangs að takmarkaðri auðlind. En 87% aflaheimilda hafa skipt um hendur frá því að framsal var gefið frjálst. Núverandi kvótahafar greiddu því fullt verð fyrir aðgang sinn á meðan …
29. maí 2025

Mannauðsstefna ríkisins taki mið af almennum vinnumarkaði

Taka þarf mið af samspili við almennan vinnumarkað við endurskoðun á stefnu stjórnvalda í mannauðsmálum. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Að mati ráðsins ætti að leggja sérstaka áherslu á að jafna réttindi opinberra starfsmanna og þeirra á almennum vinnumarkaði, meðal annars hvað varðar …
28. maí 2025

Frumvarp um skammtímaleigu gengur gegn markmiðum sínum

Nýtt frumvarp, sem takmarkar skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis, gengur gegn markmiðum sínum. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Þá varar ráðið við því að strangari reglur um skammtímaleigu ýti undir ólöglega starfsemi og auki réttaróvissu. Ráðið hefur sérstakar áhyggjur af tillögu frumvarpsins um …
21. maí 2025

Breyting sem bitnar helst á fjölmiðlum sem veita stjórnvöldum aðhald

Viðskiptaráð lýsir áhyggjum af auknum umsvifum RÚV og minnkandi sjálfstæði einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins um frumvarp sem felur í sér breytingar á opinberu styrkjakerfi fjölmiðla. Ráðið gagnrýnir styrkjakerfið sem viðheldur ósanngjörnu samkeppnisumhverfi þar sem …
20. maí 2025

Leggja ætti niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og endurhugsa kerfið í heild

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ráðið fagnar þeim umbótum sem boðaðar eru á jöfnunar­­fyrirkomulagi sveitarfélaga í fyrirliggjandi frumvarpi, en telur að tilefni sé til róttækari endurskoðunar. Ráðið ítrekar að núverandi fyrirkomulag …
14. maí 2025

Sjö tillögur um hagræðingu í nýrri fjármálaáætlun

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar tillögu til þingályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Ráðið fagnar áformum um að draga eigi úr umsvifum hins opinbera á áætlunartímabilinu og hagræða eigi í ríkisrekstri. Aftur á móti skortir verulega útfærslur á hagræðingum og lítil áhersla lögð á …
2. maí 2025

Aukin hætta á frændhygli við innritun í framhaldsskóla

Frumvarp menntamálaráðherra um framhaldsskóla færir áherslu frá einkunnum yfir í matskennd og óskýr sjónarmið við innritun í skólana. Með því að gera öðrum þáttum en námsárangri hærra undir höfði er hætt við að frændhygli og geðþótti ráði för. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið.
30. apríl 2025

Bagalegt að engin vindorkuverkefni séu flokkuð í nýtingarflokk

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar tillögu verkefnisstjórnar 5. áfanga ramma­áætlunar að flokkun tíu vindorkuverkefna. Ráðið lýsir áhyggjum af því að enginn kostur hafi verið flokkaður í nýtingarflokk, þrátt fyrir langvarandi vinnu, og bendir á skort á stefnumótun, heildstæðu mati og …
28. apríl 2025

Skref í átt að skilvirkari leyfisveitingu í umhverfis- og orkumálum

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Ráðið styður áherslur stjórnvalda um aukna skilvirkni og minna flækjustig, og leggur jafnframt til að farið verði enn lengra í að samþætta …
25. apríl 2025

Rammaáætlun reynst dragbítur á framgang nauðsynlegra orkuskipta

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Frumvarpið felur í sér nokkrar úrbætur sem ráðið fagnar en ítrekar gagnrýni sína á fyrirkomulag rammaáætlunar. Í stað þess að stuðla að gagnsæi og sátt, hafi rammaáætlun reynst dragbítur á …
24. apríl 2025

Skýrari og skilvirkari umgjörð um raforkuviðskipti

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum. Ráðið fagnar frumvarpinu og telur það mikilvægt framfaraskref í átt að skýrari og skilvirkari umgjörð um raforkuviðskipti hér á landi. Skilvirkur markaður með raforku er mikilvægur hlekkur í skipulagi raforkumála …
23. apríl 2025

Þríþættur kostnaður við breytingar á bótum almannatrygginga

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp um breytingar á bótum almannatrygginga. Breytingin raskar jafnvægi milli bótaþega og vinnandi fólks og með því að binda bótafjárhæðir við launavísitölu í stað launaþróunar. Viðskiptaráð leggst gegn breytingunni þar sem hún felur í sér þríþættan …
22. apríl 2025

Hætt við að íhlutun á leigumarkaði dragi úr framboði

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum. Ráðið gagnrýnir þær íhlutanir sem lagðar eru til á leigumarkaði. Frumvarpið felur í sér óhóflegar takmarkanir á eignarrétti og samningsfrelsi, sem geti dregið úr framboði leiguhúsnæðis og haft neikvæð áhrif á …
22. apríl 2025

Sameining sýslumannsembætta skipulagsbreyting án rekstrarhagræðis

Viðskiptaráð fagnar markmiðum frumvarps um sameiningu níu sýslumannsembætta í eitt. Ráðið telur þó að frumvarpið, í núverandi mynd, tryggi ekki raunverulegt rekstrarhagræði, heldur feli fyrst og fremst í sér skipulagsbreytingu án sparnaðar. Með hliðsjón af fyrri sameiningum opinberra stofnana telur …
9. apríl 2025

Varað við auknum umsvifum hins opinbera í upplýsingatækni

Viðskiptaráð hefur veitt umsögn um frumvarp um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins. Þó ráðið fagni aukinni samhæfingu og skilvirkni, þá er frumvarpið of opið fyrir miðstýringu og ríkisvæðingu upplýsingatækniverkefna. Ráðið varar við of víðtæku valdsviði ráðherra og skorti á samráði við …
8. apríl 2025

Sótt að sjávarútvegi á mörgum sviðum

Viðskiptaráð lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á veiðigjaldi, sem fela í sér íþyngjandi skattlagningu á eina af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Ísland er eina landið þar sem sérstök gjöld á sjávarútveg standa undir öllum opinberum kostnaði vegna greinarinnar. Áformin um hækkun …
4. apríl 2025