Á hverju ári veitir Viðskiptaráð Íslands umsagnir um tugi lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna sem lögð eru fram á Alþingi. Í flestum tilfellum er um að ræða frumvörp sem varða viðskiptalífið með beinum eða óbeinum hætti.
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn við breytingu á leigubílalögum. Breytingin felur í sér afturför á leigubílamarkaðnum með endurupptöku stöðvarskyldu og auknum eftirlitskröfum. Í stað þess að auka frjálsræði á markaðnum hyggjast stjórnvöld reisa enn frekari aðgangshindranir.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp um breytingar á bótum almannatrygginga. Ráðinu hugnast breytingarnar ekki, þar sem að þær munu leiða til aukins kostnaðar við kerfið, sem mun helst falla til þegar hagkerfið er í niðursveiflu. Þær munu einnig leiða til þess að kjör launþega munu rýrna …
Viðskiptaráð hefur tekið til skoðunar frumvarp sem felur í sér breytingar á opinberu styrkjakerfi fjölmiðla. Ráðið varar við að slíkt kerfi viðhaldi ósjálfbæru rekstrarumhverfi og veikji sjálfstæði einkarekinna fjölmiðla. Þess í stað leggur ráðið til að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði og …
Viðskiptaráð telur brýnt að leiðrétta skakka samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði, þar sem ríkisfjölmiðill nýtur umfangsmikilla opinberra framlaga á kostnað einkarekinna miðla. Ráðið styður tillögu um aukið valfrelsi neytenda við ráðstöfun útvarpsgjalds og telur hana skref í rétta átt til að efla …
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Núverandi fyrirkomulag sjóðsins vinnur gegn hagræði, sameiningu og ráðdeild á sveitarstjórnarstiginu. Ráðið telur réttast að sjóðurinn sé lagður niður en nokkrar fyrirliggjandi breytingar eru þó til …
Viðskiptaráð hefur skilað þriðju umsögn sinni um frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um námsmat í grunnskólum. Ráðið fagnar því að nú sé áformað að leggja fyrir skyldubundin samræmd próf í íslensku og stærðfræði auk þess að birta niðurstöðurnar opinberlega. Hins vegar gagnrýnir ráðið að áfram eigi …
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem er ætlað að lögfesta framkvæmd meðalhófsprófunar við breytingar á lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum um lögverndun starfa. Ráðið ítrekar fyrri umsagnir og fagnar frumvarpinu.
Viðskiptaráð hefur ásamt Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins tekið til umsagnar áform um frumvarp á breytingum laga um opinber fjármál. Ráðið styður þau markmið sem stefnt er að en telur þörf er á skýrari reglum um þróun útgjalda, lækkun skulda og skattheimtu.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu og tekur undir að eyða þurfi óvissu um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarpsdrög um breytingar á lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Ráðið hvetur stjórnvöld til að ljúka söluferlinu eins fljótt og auðið er og hefja undirbúning á sölu á hlut í Landsbankanum.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar beiðni stýrihóps um tillögur að endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum. Ráðið telur löngu tímabært að ráðast í umbætur á augljóslega gölluðu kerfi með sameiningu heilbrigðisumdæma og útvistun eftirlits.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um rammaáætlun sem hafði það að markmiði að tryggja skilvirka og ábyrga nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi. Ráðið telur að þó margar tillögur séu til bóta taki þær ekki á grundvandanum sem er rammaáætlunin sjálf.
Viðskiptaráð hefur mótað 60 tillögur sem samanlagt hagræða um 122 ma. kr. á ári í rekstri ríkissjóðs. Tillögurnar eru hryggjarstykkið í umsögn ráðsins um verkefni ríkisstjórnarinnar um hagsýni í rekstri ríkisins.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Viðskiptaráð fagnar frumvarpsdrögunum en hvetur stjórnvöld til að ganga enn lengra og eyða núverandi réttaróvissu.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög verkefnastjórnar rammaáætlunar að flokkun tíu vindorkukosta. Ráðið ítrekar enn og aftur þá afstöðu sína að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, jafnan nefnd rammaáætlun, þjóni ekki markmiðum sínum og telur fyrirliggjandi drög enn eina birtingarmynd þess …
Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að gæta að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs við útfærslur tillagna um kolefnismarkaði á Íslandi. Þær megi ekki leiða til þess að komið verði á enn einu flóknu og kostnaðarsömu kerfi sem auki kostnað og dragi úr skilvirkni. Lykilatriði sé að einfalda og skýra …
Gerðar eru viðamiklar breytingar á stuðningsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja í gegnum bandorminn svokallaða. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að falla frá breytingunum enda sé nauðsynlegt að áhrif jafn viðmikilla breytinga séu metin með fullnægjandi hætti ella sé hætt við að breytingarnar stefni …
Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru lagabreytingar tengdar fjárlögum. Þar er einnig áformað að draga úr stuðningi við rannsóknir og þróun, þvert á yfirlýsingar fráfarandi stjórnvalda.
Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend fyrirtæki, bæði hvað varðar sölu og auglýsingar á áfengi. Jafna ætti samkeppnisstöðu fyrirtækja á Íslandi með fullu afnámi ríkiseinokunar og auglýsingabanns til samræmis við löggjöf annarra Evrópuríkja. Þetta kemur fram í …
Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda vænkast vegna frjáls framtaks fólks og fyrirtækja með nýjum vörum, þjónustu og nýsköpun – ekki auknum ríkisútgjöldum til eftirlitsstofnana og hagsmunasamtaka.