Kristín S. Hjálmtýsdóttir hefur hafið störf hjá sem sérfræðingur á alþjóðasviði hjá Viðskiptaráði. Kristín snýr aftur til ráðsins eftir 11 ára fjarveru.
Viðskiptaráð leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa í málefnateymi ráðsins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felur í sér greiningar, skrif og miðlun efnis sem miðar að því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og hafa jákvæð áhrif á opinbera umræðu um efnahags- og þjóðmál.
Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, fer í nýju myndbandi yfir skattahækkanir næsta árs sem samtals nema 25 milljörðum króna. Stjórnvöld hafa boðað átta skattahækkanir og eina skattalækkun í frumvarpi til laga um skatta og gjöld.
Viðskiptaráð stóð fyrir árlegum Peningamálafundi í Sjálfstæðissalnum á Parliament Hotel í gær, 27. nóvember. Frábær þátttaka var á viðburðinn í ár en um 200 manns mættu til að hlýða á umræðu um efnahagsmál.
Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, flutti opnunarávarp á Peningamálafundi sem fram fór 27. nóvember. Í ræðu sinni sagði Andri að nýleg vaxtalækkun Seðlabankans væri lítið skref í rétta átt en að áföll í hagkerfinu hefðu kallað á hana. Andri gagnrýndi áframhaldandi hallarekstur ríkisins …
Viðskiptaráð stóð fyrir opnum fundi í síðustu viku hjá Drift EA á Akureyri. Frábær mæting var á fundinn en um 110 manns mættu til fundarins og var fullt út úr dyrum.
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, fjallaði um hvernig það var að breyta rekstri Stoða úr flugfélagi yfir í fjárfestingafélag í Viðskiptaspjalli á Kjarval.
Réttarvernd starfsmanna ríkisins var til umfjöllunar á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem laganemar við Háskóla Íslands standa að. Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallaði um sérréttindi opinberra starfsmanna og ríka uppsagnarvernd þeirra í erindi sínu.
Viðskiptaráð stóð fyrir opnum fundi um samrunaeftirlit á Vinnustofu Kjarval síðastliðinn þriðjudag. Áhugaverðar umræður voru í pallborði um nýja úttekt ráðsins.
Viðskiptaráð kynnir nýja úttekt á samrunaeftirliti á Íslandi þriðjudaginn 14. október á Vinnustofu Kjarval, 2. hæð. Fundurinn hefst kl 16. Sérfræðingar á því sviði munu ræða úttektina og umhverfi samkeppnismála í pallborði.
Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs. Hún mun sinna lögfræðilegri ráðgjöf, gerð skýrslna og umsagna auk þess að halda utan um starfsemi Gerðardóms Íslands.
Í nýjum fyrirlestri á fræðsluvef Viðskiptaráðs er farið nýlega skýrslu ráðsins, The Icelandic Economy. Meðal annars er fjallað um þróun helstu hagvísa, stöðu og horfur í efnahagslífinu, verðbólgu, utanríkisviðskipti og samkeppnishæfni, auk annarra atriða sem varða efnahagsmál.
17 íslensk fyrirtæki hlutu í dag nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Markmið verkefnisins er að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja með því að hvetja til skýrra vald- og ábyrgðarskipta innan stjórna og stjórnenda.