Upptaka samræmds námsmats og einföldun aðalnámskrár eru meðal lykiltillagna OECD til bæta námsárangur grunnskólabarna á Íslandi. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf er fjallað um þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í íslensku menntakerfi. Stofnunin bendir á að árangur í …
Útborgunardagurinn 2025 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar starfsmaður að vinna fyrir útborguðum launum, en frá áramótum þar til nú hefur hann unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrissparnaði.
Ný stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs tók við störfum í maí síðastliðnum. Garðar Víðir Gunnarsson er nýr formaður dómsins og Finnur Magnússon hefur tekið sæti í stjórn.
Laugardaginn 21. júní útskrifuðust 697 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi og stjórnarmaður í Viðskiptaráði, hátíðarræðu. Þar fjallaði hún um mikilvægi menntunar sem hornsteinn framfara og bættra lífskjara hér á landi.
Ísland hækkar um tvö sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 15. sæti af 69 ríkjum árið 2025. Bætt staða er tilkomin vegna aukinnar skilvirkni atvinnulífsins. Þetta eru niðurstöður nýrrar úttektar IMD háskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja.
Viðskiptaráð hefur óskað eftir að ESA hefji rannsókn á því hvort þríþætt meðgjöf til húsnæðisfélaga brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins um ólögmæta ríkisaðstoð. Aðstoðin er veitt í formi lóðaúthlutana, stofnframlaga og niðurgreiddra lána og jafngildir 46% niðurgreiðslu lóða- og byggingarkostnaðar …
Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðherra og umboðsmanni Alþingis erindi þar sem vakin er athygli á lagalegum álitaefnum vegna misræmis í námsmati grunnskóla. Erindin byggja á nýju lögfræðiáliti þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við ójafna meðferð umsækjenda um framhaldsskólavist.
Viðskiptaráð hefur tekið saman sex smásögur sem varpa ljósi á hvernig rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna getur komið í veg fyrir uppsagnir „svartra sauða“ sem reynast óhæfir í starfi. Í frásögnunum eru misbrestir eða brot staðfest af dómstólum en reglur um starfslok koma engu að síður í veg …
Starfsfólk Viðskiptaráðs heimsótti um miðjan maí Washington DC. Í heimsókninni var hugveitan The Heritage Foundation sótt heim þar sem rætt var um tollastefnu Bandaríkjanna og yfirferð á fyrstu mánuðum í stjórnartíð Donald Trump.
Viðskiptaráð hefur sent fjármála- og efnahagsráðherra bréf með hvatningu um að lagfæra ágalla sem veldur tvísköttun fjárfestinga á milli fyrirtækja í gegnum verðbréfasjóði. Í bréfinu er bent á að þessi tvískattlagning dragi úr samkeppnishæfni skattkerfisins og umfangi fjárfestinga hérlendis.
Viðskiptaráð leitar að metnaðarfullum einstaklingi í sumarstarf á málefnasviði. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs, með áherslu á skrif og greiningar. Háskólanemar í hagfræði og lögfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og alþingismaður, heimsótti Hús atvinnulífsins í dag til að kynna bók sína sem kom út á dögunum og ber heitið Vegferð til farsældar.
Morgunfundur um hvernig efla megi samkeppni og auka skilvirkni á Íslandi. Fundurinn fer fram 27. mars næstkomandi, frá 08:30 til 12:00, á Hilton Reykjavík Nordica.
Viðskiptaþing 2025 fór fram þann 13. febrúar í Borgarleikhúsinu. Upptaka frá þinginu er nú aðgengileg, þar sem hægt er að sjá erindi allra fyrirlesara sem tóku þátt í ár, ásamt pallborðsumræðum.
Viðskiptaráð kynnir nýja úttekt á umhverfi fjölmiðla á Íslandi miðvikudaginn 5. mars á Vinnustofu Kjarval, á 2. hæð. Helga Arnardóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Einar Stefánsson taka þátt í umræðum að kynningu lokinni.
Í tengslum við Viðskiptaþing gáfum við út sérblað í samvinnu við Viðskiptablaðið. Blaðið er alls 32 síður en þar er að finna áhugaverð viðtöl við þátttakendur þingsins auk greina frá starfsfólki Viðskiptaráðs og þátttakenda í pallborði á Viðskiptaþingi.
Hópur nemenda við Verzlunarskóla Íslands kom í heimsókn til Viðskiptaráðs í gær. Þar fengu nemendurnir kynningu á ráðinu frá Birni Brynjúlfi Björnssyni, framkvæmdastjóra, og Gunnari Úlfarssyni, hagfræðingi ráðsins.
Viðskiptaþing 2025 fór fram fimmtudaginn 13. febrúar undir yfirskriftinni „forskot til framtíðar.“ Þar var fjallað um þau forskot sem Ísland býr yfir og hvernig landið geti skapað sér ný forskot til að byggja undir lífsgæði til framtíðar.