Viðskiptaráð Íslands

Fréttir

Hér má sjá nýjustu tilkynningar og fréttir af starfsemi Viðskiptaráðs.

Fyrri ár

Opið fyrir umsóknir í Menntasjóð VÍ

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2026.
5. janúar 2026

Skattadagurinn fer fram 15. janúar

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn 15. janúar kl. 8:30-10:00 í Silfurbergi, Hörpu.
5. janúar 2026

Opnunartími milli jóla og nýárs

Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs á aðfangadag og á gamlársdag.
22. desember 2025

Kristín S. Hjálmtýsdóttir á ný til Viðskiptaráðs

Kristín S. Hjálmtýsdóttir hefur hafið störf hjá sem sérfræðingur á alþjóðasviði hjá Viðskiptaráði. Kristín snýr aftur til ráðsins eftir 11 ára fjarveru.
19. desember 2025

Ragnar Sigurður tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs

Ragnar Sigurður Kristjánsson er nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs. Ragnar hefur starfað á málefnasviði Viðskiptaráðs frá 2023.
18. desember 2025

Viðskiptaráð leitar að hagfræðingi á málefnasvið

Viðskiptaráð leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa í málefnateymi ráðsins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felur í sér greiningar, skrif og miðlun efnis sem miðar að því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og hafa jákvæð áhrif á opinbera umræðu um efnahags- og þjóðmál.
18. desember 2025

Myndband: Skattar hækka um 25 milljarða á næsta ári

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, fer í nýju myndbandi yfir skattahækkanir næsta árs sem samtals nema 25 milljörðum króna. Stjórnvöld hafa boðað átta skattahækkanir og eina skattalækkun í frumvarpi til laga um skatta og gjöld.
12. desember 2025

Verðbólgulækkun á Peningamálafundi Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð stóð fyrir árlegum Peningamálafundi í Sjálfstæðissalnum á Parliament Hotel í gær, 27. nóvember. Frábær þátttaka var á viðburðinn í ár en um 200 manns mættu til að hlýða á umræðu um efnahagsmál.
28. nóvember 2025

Vaxtaverkir og hagstjórn: ávarp formanns á Peningamálafundi

Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, flutti opnunarávarp á Peningamálafundi sem fram fór 27. nóvember. Í ræðu sinni sagði Andri að nýleg vaxtalækkun Seðlabankans væri lítið skref í rétta átt en að áföll í hagkerfinu hefðu kallað á hana. Andri gagnrýndi áframhaldandi hallarekstur ríkisins …
28. nóvember 2025

Fullt út úr dyrum í Drift EA

Viðskiptaráð stóð fyrir opnum fundi í síðustu viku hjá Drift EA á Akureyri. Frábær mæting var á fundinn en um 110 manns mættu til fundarins og var fullt út úr dyrum.
27. nóvember 2025

Vaxtaverkir og hagstjórn: Peningamálafundur 2025

Árlegur Peningamálafundar Viðskiptaráðs verður haldinn 27. nóvember 2025. Fundurinn hefst kl. 8:30 og fer fram í Sjálfstæðissalnum á Parliament Hotel.
21. nóvember 2025

Jón í Stoðum í Viðskiptaspjalli á Kjarval

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, fjallaði um hvernig það var að breyta rekstri Stoða úr flugfélagi yfir í fjárfestingafélag í Viðskiptaspjalli á Kjarval.
21. nóvember 2025

Vaxandi norðanátt: opinn fundur á Akureyri

Viðskiptaráð stendur fyrir opnum fundi með fulltrúum atvinnulífs og stjórnvalda á Norðurlandi þann 20. nóvember hjá Drift EA á Akureyri.
17. nóvember 2025

Tekist á um réttarvernd ríkisstarfsmanna á hátíðarmálþingi Úlfljóts

Réttarvernd starfsmanna ríkisins var til umfjöllunar á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem laganemar við Háskóla Íslands standa að. Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallaði um sérréttindi opinberra starfsmanna og ríka uppsagnarvernd þeirra í erindi sínu.
27. október 2025

Kraftmikill fundur um samrunaeftirlit

Viðskiptaráð stóð fyrir opnum fundi um samrunaeftirlit á Vinnustofu Kjarval síðastliðinn þriðjudag. Áhugaverðar umræður voru í pallborði um nýja úttekt ráðsins.
16. október 2025

Skráðu þig á fund um samruna- og samkeppnismál á Íslandi

Viðskiptaráð kynnir nýja úttekt á samrunaeftirliti á Íslandi þriðjudaginn 14. október á Vinnustofu Kjarval, 2. hæð. Fundurinn hefst kl 16. Sérfræðingar á því sviði munu ræða úttektina og umhverfi samkeppnismála í pallborði.
2. október 2025

Finnsk-íslenska viðskiptaráðið verður hluti af Millilandaráðunum

Millilandaráðin bjóða Finnsk-íslenska viðskiptaráðið velkomið undir hatt alþjóða viðskiptaráðanna sem telja nú 17 ráð.
25. september 2025

Lísbet tekur við sem lögfræðingur Viðskiptaráðs

Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs. Hún mun sinna lögfræðilegri ráðgjöf, gerð skýrslna og umsagna auk þess að halda utan um starfsemi Gerðardóms Íslands.
11. september 2025

Lykilþróun í hagkerfinu - Nýr fyrirlestur á fræðsluvef Viðskiptaráðs

Í nýjum fyrirlestri á fræðsluvef Viðskiptaráðs er farið nýlega skýrslu ráðsins, The Icelandic Economy. Meðal annars er fjallað um þróun helstu hagvísa, stöðu og horfur í efnahagslífinu, verðbólgu, utanríkisviðskipti og samkeppnishæfni, auk annarra atriða sem varða efnahagsmál.
28. ágúst 2025

Sautján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

17 íslensk fyrirtæki hlutu í dag nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Markmið verkefnisins er að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja með því að hvetja til skýrra vald- og ábyrgðarskipta innan stjórna og stjórnenda.
22. ágúst 2025