Viðskiptaráð Íslands

Fréttir

Hér má sjá nýjustu tilkynningar og fréttir af starfsemi Viðskiptaráðs.

Fyrri ár

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. september. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tók sæti í stjórn skólans. Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, tók sæti í háskólaráði.
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á föstudaginn síðastliðinn. Viðurkenningarnar eru veittar árlega, en að þessu sinni voru þær veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli.
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, eða frá kl. 10:00-14:00. Þá munu nýjar verðskrár vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina taka gildi þann 1. september næstkomandi.
12. júlí 2024

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hátíðarræðu. Þar fjallaði hann um glæsilegan árangur HR frá stofnun, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, og setti hann í …
24. júní 2024

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu árum sat Ísland í 25. sæti. Litlar framfarir hafa þó orðið síðustu 2-3 ár og Ísland er ennþá eftirbátur annarra Norðurlanda í samkeppnishæfni.
21. júní 2024

Nýjar tillögur starfshóps gegn gullhúðun

Tillögur starfshóps miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu EES-gerða til að forðast gullhúðun sem kemur niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á innri markaði EES. Tillögurnar byggja á niðurstöðu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði til að skoða aðgerðir gegn gullhúðun …
19. júní 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 20. júní 2024 í Borgartúni 35.
14. júní 2024

Þung skattbyrði og mikil verðbólga undirstrika þörf á aðhaldi

„Útgjaldavöxtur síðustu ára hefur kynt undir háa verðbólgu og valdið bæði heimilum og fyrirtækjum búsifjum.“
8. maí 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.
30. apríl 2024

Umsögn um drög að frumvarpi um loftslags- og orkusjóð

Viðskiptaráð skilaði á dögunum inn umsögn um drög að frumvarpi til laga um Loftslags- og orkusjóð. Viðskiptaráð telur meginefni þess til bóta og fagnar því að stigin séu skref til að einfalda sjóðakerfi ríkisins, en telur nauðsynlegt að endurskoða hlutverk nýs sameinaðs sjóðs.
21. mars 2024

Eignarhald íslenska ríkisins á skjön við önnur vestræn ríki

„Að mati Viðskiptaráðs á hið opinbera ekki að stunda atvinnurekstur sem aðrir geta sinnt. Það er hagkvæmast fyrir þá sem fá þjónustu og fjármagna hana að hún sé veitt á samkeppnismarkaði, en það skilar sér í sem bestri þjónustu með lægstum tilkostnaði.“
12. mars 2024

Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Brynjúlfs Björnssonar í starf framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.
6. mars 2024

Ný skoðun Viðskiptaráðs: Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. febrúar 2024

Hversu vel þekkir þú hið opinbera?

Viðskiptaráð kynnir nýjan spurningaleik um hið opinbera. Hvað eru margar stofnanir á Íslandi? Hvað starfa margir hjá hinu opinbera? Hvað er áætlað að útgjöld til heilbrigðismála verði há árið 2024? Taktu þátt til að fá svarið við þessum spurningum og fleirum (sérðu ekki spurningakönnunina? Prófaðu …
20. febrúar 2024

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins var Hið opinbera: Get ég aðstoðað.
14. febrúar 2024

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta embættisverk sem formaður en Andri Þór Guðmundsson tók við sem formaður í byrjun febrúar.
12. febrúar 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024 - Hið opinbera: Get ég aðstoðað?

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til lengri tíma litið. Þar er farið yfir stofnanaumhverfið á Íslandi, hvernig reglubyrðin hefur þróast hér á landi og áhrifin af því, hvaða verkefni hið opinbera sinnir og þau stóru stuðningskerfi sem það stendur undir.
8. febrúar 2024

Viðskiptaþing á Hilton Nordica á morgun

Skrifstofa Viðskiptaráðs verður lokuð á morgun vegna Viðskiptaþings.
7. febrúar 2024

Andri nýr formaður Viðskiptaráðs – Ný stjórn kjörin

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í dag. Þar var kunngerð niðurstaða úr kosningu í embætti formanns og í stjórn.
7. febrúar 2024