Viðskiptaráð Íslands

Fréttir

Hér má sjá nýjustu tilkynningar og fréttir af starfsemi Viðskiptaráðs.

Fyrri ár

Ríkisstjórn CDM fylgjandi flestum framfaramálum

Yfir 5.000 gestir hafa myndað 10.000 ríkisstjórnir í stefnumálareikni Viðskiptaráðs. Algengustu ríkisstjórnarmeirihlutar sem hafa verið skoðaðir eru CFS, CDM og CDS. Af þeim þremur sýnir reiknirinn að ríkisstjórn CDM væri fylgjandi flestum efnahagslegum framfaramálum.
5. desember 2024

Myndaðu næstu ríkisstjórn: Stefnumálareiknir Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð hefur smíðað reiknivél sem sýnir hvaða stefnumál eru líkleg til að rata í stjórnarsáttmála eftir því hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Niðurstöðurnar byggja á afstöðu flokkanna til 60 mála sem ráðið spurði þá út í.
2. desember 2024

Afnám stimpilgjalds, virkjanir, bensínbílar og samræmt námsmat efst á óskalista kjósenda

Yfir 10.000 manns hafa tekið kosningapróf Viðskiptaráðs. Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda. Mikil andstaða er við sölu á hlut í …
26. nóvember 2024

Kosningapróf Viðskiptaráðs: hvar stendur þú?

Viðskiptaráð hefur gefið út kosningapróf þar sem kjósendur geta séð hvaða framboði þeir standa næst í efnahagsmálum. Prófið samanstendur af 60 spurningum sem ráðið lagði fyrir öll framboð sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum.
21. nóvember 2024

Líflegar umræður á Kosningafundi Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð efndi til kosningafundar sem fram fór í dag í Hörpu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum en forystufólk stjórnmálaflokkanna ræddi þar um fjölbreytt málefni. Kynntur var til leiks kosningaáttaviti Viðskiptaráðs, sem staðsetur stjórnmálaflokka út frá afstöðu þeirra í efnahagsmálum.
13. nóvember 2024

Sjáðu upptöku frá Kosningafundi Viðskiptaráðs

Kosningafundur Viðskiptaráðs fór fram í Hörpu í dag, miðvikudaginn 13. nóvember. Beint streymi var frá fundinum og hófst útsending kl. 9.00.
13. nóvember 2024

Ferðaskrifborð fært Viðskiptaráði að gjöf

Jóhann J. Ólafsson, fyrrverandi formaður og núverandi heiðursfélagi Viðskiptaráðs, hefur fært ráðinu að gjöf eftirlíkingu af ferðaskrifborði sem Thomas Jefferson notaði til skrifa sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Andri Þór Guðmundsson, núverandi formaður ráðsins, veitti gjöfinni viðtöku.
30. október 2024

Horfum til hagsældar: opinn kosningafundur með leiðtogum stjórnmálaflokka

Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar.“ Þar munu leiðtogar stjórnmálaflokka ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.
28. október 2024

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. september. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tók sæti í stjórn skólans. Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, tók sæti í háskólaráði.
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á föstudaginn síðastliðinn. Viðurkenningarnar eru veittar árlega, en að þessu sinni voru þær veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli.
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, eða frá kl. 10:00-14:00. Þá munu nýjar verðskrár vegna upprunavottorða og ATA Carnet skírteina taka gildi þann 1. september næstkomandi.
12. júlí 2024

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hátíðarræðu. Þar fjallaði hann um glæsilegan árangur HR frá stofnun, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, og setti hann í …
24. júní 2024

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu árum sat Ísland í 25. sæti. Litlar framfarir hafa þó orðið síðustu 2-3 ár og Ísland er ennþá eftirbátur annarra Norðurlanda í samkeppnishæfni.
21. júní 2024

Nýjar tillögur starfshóps gegn gullhúðun

Tillögur starfshóps miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu EES-gerða til að forðast gullhúðun sem kemur niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á innri markaði EES. Tillögurnar byggja á niðurstöðu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði til að skoða aðgerðir gegn gullhúðun …
19. júní 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 20. júní 2024 í Borgartúni 35.
14. júní 2024

Þung skattbyrði og mikil verðbólga undirstrika þörf á aðhaldi

„Útgjaldavöxtur síðustu ára hefur kynt undir háa verðbólgu og valdið bæði heimilum og fyrirtækjum búsifjum.“
8. maí 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.
30. apríl 2024

Umsögn um drög að frumvarpi um loftslags- og orkusjóð

Viðskiptaráð skilaði á dögunum inn umsögn um drög að frumvarpi til laga um Loftslags- og orkusjóð. Viðskiptaráð telur meginefni þess til bóta og fagnar því að stigin séu skref til að einfalda sjóðakerfi ríkisins, en telur nauðsynlegt að endurskoða hlutverk nýs sameinaðs sjóðs.
21. mars 2024

Eignarhald íslenska ríkisins á skjön við önnur vestræn ríki

„Að mati Viðskiptaráðs á hið opinbera ekki að stunda atvinnurekstur sem aðrir geta sinnt. Það er hagkvæmast fyrir þá sem fá þjónustu og fjármagna hana að hún sé veitt á samkeppnismarkaði, en það skilar sér í sem bestri þjónustu með lægstum tilkostnaði.“
12. mars 2024

Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Brynjúlfs Björnssonar í starf framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.
6. mars 2024