Viðskiptaráð Íslands

Fréttir

Hér má sjá nýjustu tilkynningar og fréttir af starfsemi Viðskiptaráðs.

Fyrri ár

Nemendur í Verzló heimsóttu Viðskiptaráð

Hópur nemenda við Verzlunarskóla Íslands kom í heimsókn til Viðskiptaráðs í gær. Þar fengu nemendurnir kynningu á ráðinu frá Birni Brynjúlfi Björnssyni, framkvæmdastjóra, og Gunnari Úlfarssyni, hagfræðingi ráðsins.
19. febrúar 2025

Viðskiptaráð styrkir fjóra afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Brimar Ólafsson, Hildur Hjörvar, Kári Rögnvaldsson og Svala Sverrisdóttir. Hvert þeirra hlýtur styrk að upphæð 1.000.000 kr.
18. febrúar 2025

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing 2025 fór fram fimmtudaginn 13. febrúar undir yfirskriftinni „forskot til framtíðar.“ Þar var fjallað um þau forskot sem Ísland býr yfir og hvernig landið geti skapað sér ný forskot til að byggja undir lífsgæði til framtíðar.
17. febrúar 2025

Ljósmyndir frá Viðskiptaþingi

Viðskiptaþing fór fram í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Við höfum nú birt fjölmargar skemmtilegar myndir frá þinginu.
17. febrúar 2025

Myndband: Sjáðu stemninguna á Viðskiptaþingi

Yfir 500 gestir sóttu Viðskiptaþing í ár sem fram fór í Borgarleikhúsinu þann 13. febrúar. Þingið þótti heppnast mjög vel og í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemninguna í Borgarleikhúsinu og rætt við nokkra þinggesti.
14. febrúar 2025

Ávarp formanns á Viðskiptaþingi

Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, flutti opnunarávarp Viðskiptaþings 2025. Þar fjallaði hann um þau forskot sem Íslendingar hafa skapað sér og hvernig megi nýta forskot okkar til framtíðar.
14. febrúar 2025

Ávarp forsætisráðherra á Viðskiptaþingi

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp á Viðskiptaþingi 2025. Í ræðu forsætisráðherra komu fram þau skilaboð að ný ríkisstjórn ætli sér að stækka kökuna og styrkja velferðina.
14. febrúar 2025

Verðbólga afleiðing mikils launaþrýstings

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að verðbólgan á Íslandi sé frábrugðin þeirri sem herjar á Evrópu. Hér á landi sé verðbólgan afleiðing mikils launaþrýstings. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Ásgeirs á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem fram fór í gær.
7. febrúar 2025

Lísbet Sigurðardóttir til Viðskiptaráðs

Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu lögfræðings á málefnasviði Viðskiptaráðs. Hún kemur til ráðsins frá þingflokki Sjálfstæðisflokkins þar sem hún hefur starfað frá árinu 2021.
4. febrúar 2025

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2025

Johan Norberg, Ásdís Kristjánsdóttir, Róbert Wessman, Kristrún Frostadóttir og Andri Þór Guðmundsson eru á meðal fyrirlesara á Viðskiptaþingi 2025 sem fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu. Viðskiptaþing er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.
27. janúar 2025

Peningamálafundur 6. febrúar: Liggja vegir til lágra vaxta?

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram fimmtudaginn 6. febrúar 2025 frá kl. 8:30 til 10:00 í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík. Léttur morgunverður frá kl. 8:00.
23. janúar 2025

Skráning hafin á Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.
17. janúar 2025

Sanngjarnt og einfalt skattkerfi er hagkvæmara

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, þreytti frumraun sína á Skattadeginum sem fram fór í dag. Fjallað var um skatta á breiðum grunni á fundinum sem fram fór fyrir fullum sal í Hörpu.
14. janúar 2025

Opið fyrir umsóknir í Menntasjóð VÍ

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2025.
18. desember 2024

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi á málefnasviði

Viðskiptaráð óskar eftir metnaðarfullum lögfræðingi til starfa á málefnasviði. Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs, með áherslu á greiningarvinnu, skrif, stefnumótun og miðlun.
17. desember 2024

Ríkisstjórn CDM fylgjandi flestum framfaramálum

Yfir 5.000 gestir hafa myndað 10.000 ríkisstjórnir í stefnumálareikni Viðskiptaráðs. Algengustu ríkisstjórnarmeirihlutar sem hafa verið skoðaðir eru CFS, CDM og CDS. Af þeim þremur sýnir reiknirinn að ríkisstjórn CDM væri fylgjandi flestum efnahagslegum framfaramálum.
5. desember 2024

Myndaðu næstu ríkisstjórn: Stefnumálareiknir Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð hefur smíðað reiknivél sem sýnir hvaða stefnumál eru líkleg til að rata í stjórnarsáttmála eftir því hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Niðurstöðurnar byggja á afstöðu flokkanna til 60 mála sem ráðið spurði þá út í.
2. desember 2024

Afnám stimpilgjalds, virkjanir, bensínbílar og samræmt námsmat efst á óskalista kjósenda

Yfir 10.000 manns hafa tekið kosningapróf Viðskiptaráðs. Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda. Mikil andstaða er við sölu á hlut í …
26. nóvember 2024

Kosningapróf Viðskiptaráðs: hvar stendur þú?

Viðskiptaráð hefur gefið út kosningapróf þar sem kjósendur geta séð hvaða framboði þeir standa næst í efnahagsmálum. Prófið samanstendur af 60 spurningum sem ráðið lagði fyrir öll framboð sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum.
21. nóvember 2024

Líflegar umræður á Kosningafundi Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð efndi til kosningafundar sem fram fór í dag í Hörpu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum en forystufólk stjórnmálaflokkanna ræddi þar um fjölbreytt málefni. Kynntur var til leiks kosningaáttaviti Viðskiptaráðs, sem staðsetur stjórnmálaflokka út frá afstöðu þeirra í efnahagsmálum.
13. nóvember 2024