Viðskiptaráð Íslands

Menntasjóður Viðskiptaráðs

Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands ses. er sjálfseignarstofnun sem hefur haft það formlega hlutverk að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að efla og bæta menntun og rannsóknir á öllum skólastigum og styðja við nýsköpun atvinnulífs. Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands(MVÍ) hét Sjálfseignarstofnun Verslunarráðs Íslands um viðskiptamenntun (SVÍV) til ársins 2014, en SVÍV rak Verzlunarskóla Íslands um árabil og stofnaði Háskólann í Reykjavík. Í dag er sjóðurinn meirihlutaeigandi Háskólans í Reykjavík. Rekja má sögu sjóðsins aftur til ársins 1922 þegar Verzlunarráð (forveri VÍ) tók við rekstri Verzlunarskólans.

Sjóðurinn er í dag rekinn hliðstætt Viðskiptaráði Íslands þar sem stjórn VÍ er fulltrúaráð MVÍ og framkvæmdastjórn VÍ er stjórn MVÍ. Sjóðnum tilheyra tveir undirsjóðir. Annars vegar námsstyrkjasjóður sem var áður sjóður Fríðu Proppé og P. Stefánssonar sem veitt hefur styrki til námsmanna erlendis frá 1987. Undanfarin ár hafa fjórir einstaklingar verið styrktir um eina milljón króna hver.

Hins vegar framtíðarsjóður (áður rannsóknarsjóður) sem hefur í gegnum árin fjármagnað verkefni VÍ á sviði menntunar og nýsköpunar, auk þess að styðja við önnur verkefni utan ráðsins. Frá 2017 hefur framtíðarsjóður fjármagnað verkkeppni Viðskiptaráðs þar sem ungt fólk hefur komið saman og unnið að áskorunum framtíðar í menntamálum, loftslagsmálum og tæknimálum með aðstoð leiðbeinenda. Árin 2015 til 2017 voru aftur á móti veittir styrkir til stuðnings menntunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Árið 2015 voru t.d. veittir styrkir til Alþjóðskólans, ritunar „Hagnýtrar heilsuhagfræði“ og rannsóknar á stjórnarháttum fyrirtækja.

Styrkþegar

Styrkþegar 2023

  • Gunnar Þorsteinsson
    doktorsnemi í rafhlöðuverkfræði við Columbia-háskóla
  • Helga Kristín Ólafsdóttir
    doktorsnemi í hagnýtri stærðfræði og tölfræði við Gautaborgarháskóla
  • Ísak Valsson
    doktorsnemi í tölfræði við Oxford-háskóla
  • Vigdís Gunnarsdóttir
    meistaranemi í hagnýtris stærðfræði við ETH Zürich

Styrkþegar 2022

  • Anton Óli Richter
    meistaranemi í fjármálastærðfræði við Oxford háskóla
  • Esther Hallsdóttir
    meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Harvard háskóla
  • Guðrún Höskuldsdóttir
    meistaranemi í orkuverkfræði við ETH háskóla
  • Njáll Skarphéðinsson
    meistaranemi í gervigreind við Carnegie Mellon háskóla

Styrkþegar 2021

  • Ásgeir Hallgrímsson
    MBA nemi við IESE háskóla í Barcelona
  • Bergþór Traustason
    doktorsnemi í þverfaglegum lífvísindum við Oxford háskóla
  • Edda Steingrímsdóttir
    meistaranemi í arkitektúr við Harvard háskóla í Bandaríkjunum
  • Hanna Ragnarsdóttir
    meistaranemi í tölvunarfræði við ETH háskóla í Zurich

Styrkþegar 2020

  • Árni Freyr Gunnarsson
    doktorsnemi í tölfræði og erfðavísindum við Oxford háskólann
  • Bríet Dögg Bjarkardóttir
    doktorsnemi í læknavísindum við Oxford háskólann
  • Bjarni Kristinsson
    doktorsnemi í flugvéla- og geimverkfræði við MIT háskólann
  • Sigríður María Egilsdóttir
    nemi í alþjóðlegri viðskiptalögfræði við Stanford háskólann

Styrkþegar 2019

  • Arna Sigurðardóttir
    meistaranemi í efnaverkfræði við Cambridge háskóla
  • Einar Bjarki Gunnarsson
    doktorsnemi í aðgerðagreiningu við Minnesota háskóla
  • Steinunn Guðmundsdóttir
    nemi í lögfræði við Stanford háskólann
  • Sigurgeir Ólafsson
    doktorsnemi í erfðafræði við Sanger Institute í Cambridge

Styrkþegar 2018

  • Halla Björg Sigurþórsdóttir
    meistaranemi í taugavísindum og taugaverkfræði við EPFL háskóla
  • Ingibjörg Sigvaldadóttir
    meistaranemi í líf- og læknavísindum við Karolinska háskóla
  • Úndína Ósk Gísladóttir
    meistaranemi í líf-upplýsingatækni við Harvard háskóla
  • Ólafur Bjarki Bogason
    meistaranemi í tónlistarverkfræði við McGill háskóla

Styrkþegar 2017

  • Snorri Tómasson
    meistaranemi í Operation Reserach við Columbia háskóla
  • Halldóra Guðmundsdóttir
    doktorsnemi í orkuverkfræði við Stanford háskóla
  • Kristín María Gunnarsdóttir
    doktorsnemi í heilbrigðisverkfræði við John Hopkins háskóla
  • Tómas Arnar Guðmundsson
    meistaranemi í Computation Science and Engineering við Harvard háskóla
  • Herdís Stefánsdóttir
    meistaranemi í kvikmyndatónsmíðum við New York háskóla

Styrkþegar 2016

  • Agnes Jóhannsdóttir
    meistaranemi í viðskiptagreiningu við University College í London
  • Ásbjörg Einarsdóttir
    meistaranemi í stjórnunarvísindum og verkfræði við Stanford háskóla
  • Eiríkur Þór Ágústsson
    doktorsnemi í tölvusjón við ETH háskóla
  • Róbert Torfason
    meistaranemi í rafmagnsverkfræði við ETH háskóla

Styrkþegar 2015

  • Elín Þórisdóttir
    meistaranemi í arkítektúr við Konunglega Arkitektaskólann í Kaupmannahöfn
  • Kristrún Frostadóttir
    meistaranemi í alþjóðafræðum við Yale háskólann
  • Ólafur Páll Geirsson
    meistaranemi í tölvunafræði við École Polytechnique Fédérale de Lausanne
  • Sveinbjörn Finsson
    meistaranemi í okruverkfræði við ETH háskólann

Styrkþegar 2014

  • Arna Pálsdóttir
    doktorsnemi við Cornell háskóla
  • Lilja Dögg Jónsdóttir
    meistaranemi í MBA við Harvard háskólann
  • Ingólfur Eðvarðsson
    meistaranemi í tölvunarfræði við Oxford háskólann
  • Ingolf Davíð Petersen
    meistaranemi í rafmagnsverkfræði

Styrkþegar 2013

  • Ólafur Haraldsson
    doktorsnemi í byggingar- og jarðskjálftaverkfræði við Washington háskóla
  • Ragnhildur I Bjarnadóttir
    meistaranemi í lýðheilsufræði við Columbia háskóla
  • Eiríkur Þór Ágústsson
    meistaranemi í rafmagnsverkfræði og upplýsingatækni við ETH háskólann

Styrkþegar 2012

  • Arna Varðardóttir
    doktorsnemi í hagfræði við Stockholm School of Economics
  • Frosti Ólafsson
    meistaranemi í MBA við London Business School
  • Guðjón I Ágústsson
    meistaranemi í upplýsingatækni og viðskiptum við IT háskólann í Kaupmannahöfn
  • Hörður Kristinn Heiðarsson
    doktorsnemi í vélmennafræðum við háskólann í Suður Kaliforníu

Styrkþegar 2011

  • Ólafur Haraldsson
    meistaranemi í gagnvirki hönnun við Kolding School of Design
  • Ingibjörg Kristinsdóttir
    meistaranemi í Human-Computer Interaction við KTH háskóla
  • Bjarni J. Vilhjálmsson
    doktorsnemi í lífupplýsingatækni við háskólann í Suður Kaliforníu
  • Þórdís Anna Oddsdóttir
    doktorsnemi í management engineering við DTU háskólann
  • Bjarni Már Magnússon
    doktorsnemi í þjóðarétti við Edinborgarháskóla

Styrkþegar 2010

  • Arnar Birgisson
    doktorsnám í tölvunarfræði við Chalmers tækniháskólann
  • Hrefna Lind Ásgeirsdóttir
    meistaranemi í stafrænni hönnun við Edinborgarháskóla
  • Linda Rósa Birgisdóttir
    meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Imperial College
  • Victor Knútur Victorsson
    doktorsnemi í byggingarverkfræði- og jarðskjálftaverkfræði við Stanford háskóla

Styrkþegar 2009

  • Helgi Skúli Skúlason
    meistaranám í rafmagnsverkfræði við McGill háskóla
  • Ólafur Guðmundsson
    meistaranám í rafmagnsverkfræði við Stanford háskólann
  • Eva H. Arnarsdóttir
    meistaranám í hagnýtri hagfræði og fjármálum við CBS háskólann
  • Birgir Már Þorgeirsson
    meistaranám í tölfræði við London School of Economics

Styrkþegar 2008

  • Magnús Þór Torfason
    doktorsnemi
  • Georg Lúðvíksson
    framhaldsnemi við Harvard háskóla
  • Bjarney Sonja Ólafadóttir
    framhaldsnemi við háskólann í Vín
  • Guðmundur Árni Árnason
    framhaldsemi við Bentley háskóla

Styrkþegar 2007

  • Ásta Dís Óladóttir
    meistaranemi í viðskiptafræði við CBS háskóla
  • Ulf Viðar Nielsson
    doktorsnemi í hagfræði við Columbia háskólann
  • Viðar Lúðvíksson
    meistaranemi í lögfræði við Stanford háskóla
  • Jón Örn Guðbjartsson
    meistaranemi í upplýsingatækni við Barcelona háskóla

Styrkþegar 2006

  • Jón Steinsson
  • Ragna Sara Jónsdóttir
  • Eiríkur Þorsteinsson

Styrkþegar 2005

  • Ásta Dís Óladóttir
    doktorsnemi í alþjóðaviðskiptum við CBS háskóla
  • Jón Elvar Guðmundsson
    framhaldsnemi í lögfræði við Leiden háskóla
  • Jóhann Ari Lárusson
    doktorsnemi í tölunvarfræði við Brandeis háskóla

Styrkþegar 2004

  • Hildur Norðfjörð
    meistaranemi í félags- og vinnusálfræði við London School of Economics
  • Gunnar Páll Tryggvason
    meistaranemi í MBA við Wharton háskólann

Um okkur

Viðskiptaráð vinnur að því að efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara. Við erum frjáls félagasamtök sem hafa starfað samkvæmt þessu leiðarljósi frá árinu 1917.