Viðskiptaráð var stofnað árið 1917 og hefur því verið sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs í yfir heila öld. Alla þá tíð hefur tilgangur þess verið sá sami, að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum atvinnulífs, óháð atvinnugreinum eða stærð fyrirtækja, og að efla frjálsa verslun og framtak.

Skrifstofa Viðskiptaráðs er á 5. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Móttaka ráðsins er opin kl. 9-16 alla virka daga. Hægt er að hafa samband við ráðið í síma 5107100 eða með tölvupósti á netfangið mottaka@vi.is. Upplýsingar um starfsfólk ráðsins má finna hér.