Um okkur

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Ráðið og þeir sem að því standa telja að heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf skapi forsendur til framfara og bættra lífskjara hér á landi.

Viðskiptaráð var stofnað árið 1917 og hefur því verið sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs í yfir heila öld. Alla þá tíð hefur tilgangur þess verið sá sami, að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum atvinnulífs, óháð atvinnugreinum eða stærð fyrirtækja, og að efla frjálsa verslun og framtak.

Hátíðarrit ráðsins með sögu þess og fróðleik um verslun og viðskipti frá 1917 - 2017 má lesa hér.

Skrifstofur

Opnunartími móttöku er frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga.

Sími: 510 7100
Netfang: mottaka@vi.is

Skrifstofur Viðskiptaráðs eru í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 5. hæð, 105 Reykjavík.