Hugmyndaríkt fólk þarf aðgang að fjármagni, svo það geti hrint hugmyndum sínum í framkvæmd. Flest lönd leitast við laða til sín öflugan mannauð og stilla fjármagnstekjuskatti í hóf þar sem háir skattar á fjármagnstekjur hafa fælandi áhrif á fjárfestingu, sem um leið er grundvöllur verðmætasköpunar …
Fjölgun starfa í einkageiranum veldur því að stuðningsstuðull atvinnulífsins lækkar þriðja árið í röð. Stuðullinn stendur nú í 1,3, sem þýðir að fyrir hvern einstakling í einkageiranum standa nú 1,3 einstaklingar utan hans. Viðskiptaráð hefur birt stuðulinn frá árinu 2011 til að meta jafnvægi á …
Opinberir starfsmenn njóta ýmissa starfstengdra réttinda umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, aukið starfsöryggi og lengra orlof. Samanlagt jafngilda sérréttindin 19% kauphækkun miðað við einkageirann.
Afstaða stjórnmálaflokkanna til efnahagsmála er misjöfn. Þetta kemur fram í nýjum kosningaáttavita Viðskiptaráðs, sem kom út í dag vegna komandi alþingiskosninga. Áttavitinn varpar ljósi á stefnu stjórnmálaframboða út frá tveimur þáttum: efnahagslegu frelsi og skýrleika stefnu. Myndrænt lítur …
Reglubyrði íslenskra fyrirtækja vegna EES-samningsins fer vaxandi. Gullhúðun í formi séríslenskra viðbótarkvaða þyngja þessa byrði enn frekar. Tillögur að lausn liggja nú fyrir en pólitískan vilja þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. Þetta kom fram í erindi Maríu Guðjónsdóttur, lögfræðings …
Ár hvert hljóta frjáls félagasamtök milljarða króna í styrki frá ráðuneytum og ríkisstofnunum. Lítið gagnsæi ríkir um umfang þessara styrkja, til hverra þeir eru veittir og á hvaða grundvelli. Viðskiptaráð leggur til þrjár leiðir til að auka gagnsæi og aðhald með þessum styrkveitingum.
Grunnskólakennurum hefur fjölgað hraðar en nemendum undanfarin ár. Þá er kennsluskylda lítil, veikindi algeng, kennarar margir og kostnaður hár samanborið við önnur ríki. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektar Viðskiptaráðs á hagkvæmni íslenskra grunnskóla í alþjóðlegu samhengi.
Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var lagt fram á dögunum. Samkvæmt því verða útgjöld ríkissjóðs 1.489 milljarðar króna á næsta ári og aukast um 5,8% á milli ára. Útgjaldavöxturinn er þó misjafn eftir ráðuneytum og málaflokkum. Þá vega verkefni misjafnlega þungt í ríkisrekstrinum.
Viðskiptaráð hefur metið efnahagsleg áhrif 150 loftslagsaðgerða stjórnvalda. Úttektin leiðir í ljós að tvær af hverjum þremur aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif. Ráðið hvetur stjórnvöld til að endurskoða núverandi nálgun og meta kostnað loftslagsaðgerða áður en lengra er haldið.
Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir jafn mikið og Íslendingar. Takmarkanir stjórnvalda hafa valdið því að stór og hratt vaxandi hluti þessara veðmála fer fram utan landsteinanna. Viðskiptaráð leggur til að veðmál verði leyfð hérlendis með upptöku starfsleyfa …
Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi útfærslur hafa verið valdar auk þess sem fjöldi og umsvif eftirlitsstofnana eru mikil samanborið við grannríki. Tækifæri eru til að ná markmiðum eftirlits með hagkvæmari hætti. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á …
Meiriháttar munur var á færni barna eftir grunnskóla árið 2012. Þetta sýna niðurstöður PISA-kannana í Reykjavík sundurgreindar eftir skóla. Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um nýrri gögn fyrir landið allt. Beiðnin er send vegna óbreyttra áforma ráðuneytisins …
Afnám tolla myndi lækka verð á matvörum um allt að 43%. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda.
Umsögn Viðskiptaráðs um áform stjórnvalda um endanlegt afnám samræmdra prófa hefur skapað mikla umræðu. Viðskiptaráð fagnar henni en lýsir yfir vonbrigðum með viðbrögð mennta- og barnamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Vegna ummæla þeirra vill ráðið koma þremur atriðum á framfæri.
Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála ríkisstjórnarinnar á nýafstöðnum vetri. Samtals höfðu 63 þingmál ríkisstjórnarinnar markverð áhrif og heildaráhrif þeirra eru lítillega jákvæð. Áhrif eftir ráðuneytum voru misjöfn, en þingmál Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, …
Útborgunardagurinn 2024 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar starfsmaður að vinna fyrir útborguðum launum, en frá áramótum þar til nú hefur hann unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrissparnaði.
Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 árið 2024 samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Í fyrra sat Ísland í 16. sæti.
Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi og 65% orðið mjög drukkin, en í dag eru hlutföllin 32% og 12%.