Viðskiptaráð Íslands

Vaxandi norðanátt

Skráning á viðburðinn

Viðskiptaráð stendur fyrir opnum fundi með fulltrúum atvinnulífs og stjórnvalda á Norðurlandi. Fundurinn fer fram 20. nóvember í Messanum hjá Drift EA á Akureyri og hefst kl. 16:30.

Þátttakendur í pallborði eru eftirfarandi:

  • Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi
  • Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar
  • Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Slippsins DNG

Björn Brynjúlfur, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, er fundarstjóri og stýrir pallborði. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, fer yfir horfur í atvinnulífi og efnahagsmálum.

Fundurinn er öllum opinn án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir. Við hvetjum Norðlendinga til að mæta en óskum jafnframt eftir að fundargestir skrái sig á fundinn.