Viðskiptaráð Íslands

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Stofnað 1997

Bresk-íslenska viðskiptaráðið eflir og viðheldur viðskiptatengslum milli Bretlands og Íslands.

Ráðið er tengslanet fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og vettvangur til að fjalla opinberlega um hagsmunamál í viðskiptum Bretlands og Íslands, flytur á milli þekkingu, stefnur og strauma í málum er snerta viðskipti milli landanna tveggja.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið skipuleggur fundi og ráðstefnur og stendur vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart breskum og íslenskum yfirvöldum.

BRIS er meðlimur í COBCO sem eru samtök breskra viðskiptaráða í Evrópu!