Viðskiptaráð Íslands

Samfélagslegur ábati af skilvirkara regluverki

2013.3.9_Einfaldara regluverk 1Á hádegisverðarfundi forsætisráðuneytisins og Viðskiptaráðs Íslands í gær á Grand Hótel var fjallað um reynslu annarra ríkja af einföldun regluverks, en ríkisstjórnin hefur tilgreint það sem eitt af verkefnum komandi kjörtímabils. Auk forsætisráðherra tóku til máls á fundinum þeir Michael Gibbons, formaður Regulatory Policy Committee í Bretlandi, Peter Bex, ráðgjafi hjá SIRA-Consulting í Hollandi og Nick Malyshev frá OECD.

Heilt yfir má segja að í erindum ræðumanna hafi komið fram samstaða um samfélagslegan ábata af einfaldara og skilvirkara regluverki. Forsætisráðherra nefndi t.a.m. að neikvæðra áhrifa íþyngjandi og flókins regluverks gætti einna helst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru einn af burðarstólpum nýrra starfa og verðmætasköpunar. Að auki gæti slíkt regluverk  leitt til þess að sneitt sé framhjá því og að fólk veigri sér jafnvel við að stofna fyrirtæki. Markmið ríkisstjórnarinnar væri því að setja ekki íþyngjandi reglur án þess að jafn íþyngjandi kvaðir verði felldar burt.

Michael Gibbons nefndi í sínu erindi að leið Breta, svokölluð „One-In, Two-Out“, auk markviss áhrifamats á regluverki hafi árið 2012 leitt til 350 milljón punda samdráttar í kostnaði tengdum reglubyrði. Að mati Gibbons er lykillinn að þessari velgengni sá að það er í höndum óháðrar stjórnsýslunefndar, sem nálgast viðfangsefnið með faglegum hætti, að meta áhrif regluverks fyrir fyrirtæki og þjóðfélagið í heild – óháð stefnu flokka eða ríkisstjórna.

2013.9.3_Einfaldara regluverk 2

Peter Bex tók undir orð forsætisráðherra varðandi áhrif regluverks á minni og meðalstór fyrirtæki. Í tilviki Hollands, sem almennt er talið standa framarlega á þessu sviði, er talið að kostnaður af reglubyrði sé um 12,5% af nettó heildarkostnaði fyrirtækja. Fyrir nokkrum árum var ráðist í ákveðnar umbætur og ákveðið að ná fram 25% samdrætti í reglubyrði og hefur því markmiði verið náð. Áhrifin að mati Bex voru um 1,7% hagvaxtaraukning og aukning í framleiðni vinnuafls.

Nick Malyshev nefndi að íþyngjandi regluverk geti haft áhrif á framleiðni með þeim hætti að aðgangshindranir á markaði verði til, sem dragi úr samkeppni, auk þess að setja hömlur á frumkvöðla og hafa neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og nýsköpunar. Malyshev nefndi jafnframt að fjölmörg ríki hafi farið af stað með umbótavinnu af þessu tagi til að auka framleiðni, hagvöxt og bæta almenna velferð. Í því samhengi væru verkefnin hlutlaus hvað varðar pólitískar áherslur tiltekinna flokka enda héldu þau iðulega áfram óháð breytingum á ríkisstjórn, en Malyshev benti þar m.a. á Holland þar sem þetta verkefni hefur verið í gangi með einum eða öðrum hætti í um 20 ár.

Allir þrír erlendu ræðumennirnir tóku undir mikilvægi regluverks fyrir samfélagið og bentu á að tilgangur verkefna af þessu tagi væri fyrst og fremst að greina skilvirkari og þar með hagkvæmari leiðir til að ná fram markmiðum regluverksins.

Glærukynningar af hádegisverðarfundi:

Michael Gibbons

Peter Bex

Nick Malyshev

Glærukynningar af vinnufundum:

Einföldun regluverks - Haraldur Ingi Birgisson, Viðskiptaráði Íslands

Hvað er reglubyrði og hvernig mælum við hana? - Peter Bex, SIRA-Consulting

Ráðstafanir til að tryggja gæði nýrra laga og reglna - Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu

Stofnanir, skipulag, samráð - Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu

Möguleikar varðandi samstarf stjórnvalda og atvinnulífs - Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar

Tengt efni:

Ein inn - tvær út (vb.is)

Sigmundur Davíð: Vonandi sjáum við árangur í haust (vb.is)

Vinna við að einfalda regluverk hafin (ruv.is)

Tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld

Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar

Aðgerðaáætlun um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið

Hér má nálgast myndir frá hádegisverðarfundinum í Flickr myndasafni Viðskiptaráðs.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024