Viðskiptaráð Íslands

Aðgerðir til einföldunar regluverks

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, á hádegisfundi Félags löggiltra endurskoðenda er nú aðgengileg á vefnum. Í erindi sínu fjallaði Björn um einföldun regluverks.

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Björns kom m.a. eftirfarandi fram:

  • Um 1400 reglugerðir eru í gildi hérlendis. Kostnaðarsamt er fyrir smærri aðila að starfa í svo flóknu rekstrarumhverfi.
  • Meiri óánægja ríkir með regluverk hérlendis en í grannríkjum og skortur hefur verið á efndum fyrirheita um einföldun þess.
  • Beinn kostnaður vegna regluverks er umtalsverður en óbeini kostnaðurinn – í formi lægri framleiðni – er meiri..
  • Kostnaður vegna regluverks getur skipst með ófyrirséðum eða ójöfnum hætti á milli aðila og það kemur harðar niður á smærri aðilum.
  • Auka má líkur á innleiðingu árangursríkra aðgerða til einföldunar regluverks með pólitískri forystu, gagnsæi og eftirfylgni með framvindu í einföldunarferlinu.

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024

Kynning á samkeppnishæfniúttekt IMD 2023

Kynning Viðskiptaráðs á niðurstöðum samkeppnishæfniúttektar IMD háskóla

Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi

Erindi Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, á Skattadeginum …
19. janúar 2022