Viðskiptaráð Íslands

Málefnahópar

Mikilvægt er að Viðskiptaráð haldi víðtækum tengslum við atvinnulífið. Til margra ára hefur sérstökum málefnahópum verið komið á fót innan ráðsins til þess að vinna að sértækum málum sem eru í brennidepli hverju sinni. Málefnahóparnir eru skipaðir fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi sem saman mynda breiða heild hagsmuna sem tekið er tillit til í starfinu.

Þeir málefnahópar sem eru starfandi um þessar mundir eru vinnumarkaðshópur, alþjóðahópur, framtíðarhópur og framleiðnihópur en þeir voru allir settir á laggirnar í ársbyrjun 2021.

Um okkur

Viðskiptaráð vinnur að því að efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara. Við erum frjáls félagasamtök sem hafa starfað samkvæmt þessu leiðarljósi frá árinu 1917.