Getur ríkið reddað ódýru húsnæði?

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fræðslufundi VÍB er nú aðgengileg.

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi sínu fjallaði Björn um þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu stjórnvalda að fasteignamarkaðnum hérlendis.

Björn sagði íbúa höfuðborgarsvæðisins hvorki eiga erfitt með íbúðakaup samanborið við fyrri tíma né miðað við íbúa annarra Norðurlanda. Þá sagði hann stefnu stjórnvalda vera bæði óskýra og ómarkvissa sem leiði til laks árangurs af þeim stuðningskerfum sem þau starfrækja á húsnæðismarkaði. Loks hvatti hann stjórnvöld til að afmarka betur núverandi stuðningskerfi ásamt því að grípa til aðgerða til að auka framboð nýs húsnæðis, til dæmis með auknum lóðaúthlutunum, einföldun regluverks og bættri hagstjórn.

Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.

Tengt efni

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í ...
24. jún 2024

Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Brynjúlfs Björnssonar í starf ...
6. mar 2024

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir hverjum og einum kleift að ...
17. ágú 2022