Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.
Í síðustu viku birti Viðskiptaráð samanburð á starfstengdum réttindum opinberra starfsmanna og starfsfólks í einkageiranum. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, njóta aukins …
Viðskiptaráð óskar eftir metnaðarfullum lögfræðingi til starfa á málefnasviði. Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs, með áherslu á greiningarvinnu, skrif, stefnumótun og miðlun.
Opinberir starfsmenn njóta ýmissa starfstengdra réttinda umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, aukið starfsöryggi og lengra orlof. Samanlagt jafngilda sérréttindin 19% kauphækkun miðað við einkageirann.
Yfir 5.000 gestir hafa myndað 10.000 ríkisstjórnir í stefnumálareikni Viðskiptaráðs. Algengustu ríkisstjórnarmeirihlutar sem hafa verið skoðaðir eru CFS, CDM og CDS. Af þeim þremur sýnir reiknirinn að ríkisstjórn CDM væri fylgjandi flestum efnahagslegum framfaramálum.
Viðskiptaráð hefur smíðað reiknivél sem sýnir hvaða stefnumál eru líkleg til að rata í stjórnarsáttmála eftir því hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Niðurstöðurnar byggja á afstöðu flokkanna til 60 mála sem ráðið spurði þá út í.
Mikilvægt er að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og samhliða því rýmka tækifæri þeirra til að fjáröflunar. Það myndi draga úr stofnanavæðingu stjórnmálanna og auka hvata flokkanna til að halda úti öflugu grasrótarstarfi.
Yfir 10.000 manns hafa tekið kosningapróf Viðskiptaráðs. Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda. Mikil andstaða er við sölu á hlut í …
Viðskiptaráð hefur gefið út kosningapróf þar sem kjósendur geta séð hvaða framboði þeir standa næst í efnahagsmálum. Prófið samanstendur af 60 spurningum sem ráðið lagði fyrir öll framboð sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum.
Afstaða stjórnmálaflokka til efnahagsmála í kosningaáttavita Viðskiptaráðs gefur tilefni til bjartsýni varðandi nokkur þjóðþrifamál sem mikill meirihluti er fylgjandi. Ef fram heldur sem horfir ætti að vera leikur einn fyrir nýja ríkisstjórn að koma þeim á dagskrá.
Afstaða stjórnmálaflokkanna til efnahagsmála er misjöfn. Þetta kemur fram í nýjum kosningaáttavita Viðskiptaráðs, sem kom út í dag vegna komandi alþingiskosninga. Áttavitinn varpar ljósi á stefnu stjórnmálaframboða út frá tveimur þáttum: efnahagslegu frelsi og skýrleika stefnu. Myndrænt lítur …
Reglubyrði íslenskra fyrirtækja vegna EES-samningsins fer vaxandi. Gullhúðun í formi séríslenskra viðbótarkvaða þyngja þessa byrði enn frekar. Tillögur að lausn liggja nú fyrir en pólitískan vilja þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. Þetta kom fram í erindi Maríu Guðjónsdóttur, lögfræðings …
Viðskiptaráð efndi til kosningafundar sem fram fór í dag í Hörpu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum en forystufólk stjórnmálaflokkanna ræddi þar um fjölbreytt málefni. Kynntur var til leiks kosningaáttaviti Viðskiptaráðs, sem staðsetur stjórnmálaflokka út frá afstöðu þeirra í efnahagsmálum.
Gerðar eru viðamiklar breytingar á stuðningsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja í gegnum bandorminn svokallaða. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að falla frá breytingunum enda sé nauðsynlegt að áhrif jafn viðmikilla breytinga séu metin með fullnægjandi hætti ella sé hætt við að breytingarnar stefni …
Ár hvert hljóta frjáls félagasamtök milljarða króna í styrki frá ráðuneytum og ríkisstofnunum. Lítið gagnsæi ríkir um umfang þessara styrkja, til hverra þeir eru veittir og á hvaða grundvelli. Viðskiptaráð leggur til þrjár leiðir til að auka gagnsæi og aðhald með þessum styrkveitingum.
Jóhann J. Ólafsson, fyrrverandi formaður og núverandi heiðursfélagi Viðskiptaráðs, hefur fært ráðinu að gjöf eftirlíkingu af ferðaskrifborði sem Thomas Jefferson notaði til skrifa sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Andri Þór Guðmundsson, núverandi formaður ráðsins, veitti gjöfinni viðtöku.
Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar.“ Þar munu leiðtogar stjórnmálaflokka ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild.
Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru lagabreytingar tengdar fjárlögum. Þar er einnig áformað að draga úr stuðningi við rannsóknir og þróun, þvert á yfirlýsingar fráfarandi stjórnvalda.
Grunnskólakennurum hefur fjölgað hraðar en nemendum undanfarin ár. Þá er kennsluskylda lítil, veikindi algeng, kennarar margir og kostnaður hár samanborið við önnur ríki. Þetta er niðurstaða nýrrar samantektar Viðskiptaráðs á hagkvæmni íslenskra grunnskóla í alþjóðlegu samhengi.