Viðskiptaráð Íslands

Málefnastarf

Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.

Veldu viðfangsefni

Merkingakrafa á plastvörur hafi íþyngjandi áhrif

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að reglugerð um plastvörur sem miða að innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins um einnota plast. Að mati ráðsins er ljóst að reglugerðardrögin muni draga úr vöruúrvali neytenda og stuðla að hærra vöruverði. Viðskiptaráð leggur áherslu á að innleiðingin …
2. september 2025

Samráð við atvinnulífið lykilþáttur í loftslagsstefnu

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á lögum um loftslagsmál. Ráðið leggur áherslu á að endurskoðun laganna byggi á gagnsæju mati á kostnaði og ávinningi aðgerða, þar sem samkeppnishæfni atvinnulífsins og sérstaða Íslands séu höfð að leiðarljósi.
2. september 2025

Húsnæðisbæturnar sem hurfu

„Það á ekki að koma á óvart að hækkun húsnæðisbóta og útvíkkun tekju- og eignaviðmiða hafi ekki bætt hag leigjenda til lengri tíma litið. Ef stuðningur er veittur til verulegs hlutfalls kaupenda á markaði þar sem framboð breytist lítið nema yfir lengri tíma, líkt og raunin er á leigumarkaði, mun …
29. ágúst 2025

Lykilþróun í hagkerfinu - Nýr fyrirlestur á fræðsluvef Viðskiptaráðs

Í nýjum fyrirlestri á fræðsluvef Viðskiptaráðs er farið nýlega skýrslu ráðsins, The Icelandic Economy. Meðal annars er fjallað um þróun helstu hagvísa, stöðu og horfur í efnahagslífinu, verðbólgu, utanríkisviðskipti og samkeppnishæfni, auk annarra atriða sem varða efnahagsmál.
28. ágúst 2025

Þrjú leiðarljós fyrir atvinnustefnu Íslands

Viðskiptaráð leggur áherslu á mikilvægi fyrirsjáanleika, jafnræðis milli atvinnugreina og hagfellds rekstrarumhverfis í umsögn um drög að atvinnustefnu Íslands til 2035. Í umsögninni er rýnt í hlutverk stjórnvalda við að stuðla að öflugu rekstrarumhverfi einkageirans, mikilvægi samráðs við …
26. ágúst 2025

Sautján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

17 íslensk fyrirtæki hlutu í dag nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Markmið verkefnisins er að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja með því að hvetja til skýrra vald- og ábyrgðarskipta innan stjórna og stjórnenda.
22. ágúst 2025

ESA skoðar óhagnaðardrifin húsnæðisfélög

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ákveðið að taka til skoðunar hvort húsnæðisstuðningur ríkis og sveitarfélaga til svokallaðra óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga samrýmist reglum EES-samningsins um ríkisaðstoð.
21. ágúst 2025

Aðgerðir gegn nikótíni hamli samkeppni og skerði valfrelsi

Bann við netsölu, takmörkun bragðefna og einsleitar umbúðir er meðal tillagna í frumvarpsdrögum um setningu heildarlöggjafar um nikótín- og tóbaksvörur. Viðskiptaráð telur að slíkar aðgerðir skerði atvinnu- og viðskiptafrelsi, dragi úr hvata til að velja skaðminni valkosti og veiki samkeppnisstöðu …
20. ágúst 2025

Að loknum fyrsta leikhluta

„Fyrir ríkisstjórn sem vill stuðla að sem mestum jákvæðum efnahagslegum áhrifum eru mörg tækifæri á sjóndeildarhringnum. Sala á fleiri ríkisfyrirtækjum, afnám sérréttinda opinberra starfsmanna, umbætur á skólakerfinu, niðurlagning óþarfra verkefna, sameiningar stofnana og mælanlegar …
14. ágúst 2025

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig á vorþingi?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála ríkisstjórnarinnar á fyrsta þingvetri hennar. Samtals höfðu 17 mál markverð efnahagsleg áhrif og eru heildaráhrif nokkuð jákvæð. Áhrifin voru mismunandi eftir ráðherrum, en þingmál Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og …
12. ágúst 2025

Hlutdeildarlán hafi þveröfug áhrif við markmið sín

Afnema ætti hlutdeildarlán stjórnvalda. Úrræðið hefur ekki sýnt að það nái markmiðum sínum, skekkir húsnæðismarkað og byggir á röngum forsendum um að þröskuldur inn á markað sé óeðlilega hár. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs. Reynslan, bæði innanlands og erlendis, sýnir að áhrifin geta …
8. ágúst 2025

The Icelandic Economy 2025

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en horfur til næstu ára eru bjartari. Íbúum landsins fjölgar hratt, að mestu leyti vegna innflytjenda. Útflutningsgreinum hefur vaxið ásmegin og Ísland hefur styrkt alþjóðlega samkeppnishæfni sína. Þetta kemur fram í The …
7. ágúst 2025

Lummuleg á­form heil­brigðis­ráð­herra

„Sé markmið heilbrigðisráðherra að draga úr neyslu á nikótínvörum ætti hann að líta til þess árangurs sem náðst hefur í að draga úr tóbaksneyslu hér á landi. Sá árangur náðist einna helst með aukinni fræðslu, þar sem áhersla var lögð á að upplýsa einstaklinga um skaðleg áhrif tóbaks, en nikótínvörur …
11. júlí 2025

Samræmt námsmat og einföldun námskrár lyklar að árangursríkara menntakerfi

Upptaka samræmds námsmats og einföldun aðalnámskrár eru meðal lykiltillagna OECD til bæta námsárangur grunnskólabarna á Íslandi. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf er fjallað um þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í íslensku menntakerfi. Stofnunin bendir á að árangur í …
3. júlí 2025

Gleðilega útborgun

„Fyrir hverja krónu af útborguðum launum starfsmanns þarf vinnuveitandi að greiða tvær krónur. Rétt tæplega helmingur af kostnaði vinnuveitandans fer því í annað en útborguð laun.“
3. júlí 2025

Nikótín sett undir sama hatt og tóbak

Viðskiptaráð gagnrýnir fyrirhuguð áform um aukna íhlutun í sölu og framleiðslu nikótínvara. Að mati ráðsins eru tillögurnar til þess fallnar að skerða atvinnu-, viðskipta- og valfrelsi fyrirtækja og neytenda. Þá skorti nauðsynlegt mat á árangri núgildandi aðgerða auk þess sem ekki sé gerður …
3. júlí 2025

Útborgunardagurinn er í dag

Útborgunardagurinn 2025 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar starfsmaður að vinna fyrir útborguðum launum, en frá áramótum þar til nú hefur hann unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrissparnaði.
27. júní 2025

Garðar Víðir nýr formaður Gerðardóms VÍ

Ný stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs tók við störfum í maí síðastliðnum. Garðar Víðir Gunnarsson er nýr formaður dómsins og Finnur Magnússon hefur tekið sæti í stjórn.
25. júní 2025

Sex hlutir sem þú vissir ekki um húsnæðisfélög

„Hjá ASÍ virðist ríkja sú skoðun að þeir sem hljóta styrki úr opinberum kerfum eigi þar með að láta hjá líða að gagnrýna þau. Viðskiptaráð getur ekki tekið undir slíkt. Ráðið mun áfram tala fyrir því að stuðningur við einstaklinga á húsnæðismarkaði verði opinn, gagnsær, afmarkaður og veittur á …
25. júní 2025

Menntun er fjársjóður - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 21. júní útskrifuðust 697 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi og stjórnarmaður í Viðskiptaráði, hátíðarræðu. Þar fjallaði hún um mikilvægi menntunar sem hornsteinn framfara og bættra lífskjara hér á landi.
24. júní 2025