Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um mikilvægi hagræðingar í opinberum rekstri, en með henni má bæta gæði opinberrar þjónustu án aukinna útgjalda og samtímis skapa svigrúm til lækkunar skatta.
Hópur nemenda við Verzlunarskóla Íslands kom í heimsókn til Viðskiptaráðs í gær. Þar fengu nemendurnir kynningu á ráðinu frá Birni Brynjúlfi Björnssyni, framkvæmdastjóra, og Gunnari Úlfarssyni, hagfræðingi ráðsins.
Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, rýnir í áskoranir og tækifæri í hagstjórn Íslands. Hann leggur áherslu á umbætur í vinnumarkaðsmálum og aukna skilvirkni til að tryggja sjálfbæran hagvöxt og verðstöðugleika.
Viðskiptaþing 2025 fór fram fimmtudaginn 13. febrúar undir yfirskriftinni „forskot til framtíðar.“ Þar var fjallað um þau forskot sem Ísland býr yfir og hvernig landið geti skapað sér ný forskot til að byggja undir lífsgæði til framtíðar.
Yfir 500 gestir sóttu Viðskiptaþing í ár sem fram fór í Borgarleikhúsinu þann 13. febrúar. Þingið þótti heppnast mjög vel og í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemninguna í Borgarleikhúsinu og rætt við nokkra þinggesti.
Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, flutti opnunarávarp Viðskiptaþings 2025. Þar fjallaði hann um þau forskot sem Íslendingar hafa skapað sér og hvernig megi nýta forskot okkar til framtíðar.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp á Viðskiptaþingi 2025. Í ræðu forsætisráðherra komu fram þau skilaboð að ný ríkisstjórn ætli sér að stækka kökuna og styrkja velferðina.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að verðbólgan á Íslandi sé frábrugðin þeirri sem herjar á Evrópu. Hér á landi sé verðbólgan afleiðing mikils launaþrýstings. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Ásgeirs á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem fram fór í gær.
Lísbet Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu lögfræðings á málefnasviði Viðskiptaráðs. Hún kemur til ráðsins frá þingflokki Sjálfstæðisflokkins þar sem hún hefur starfað frá árinu 2021.
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um rammaáætlun sem hafði það að markmiði að tryggja skilvirka og ábyrga nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi. Ráðið telur að þó margar tillögur séu til bóta taki þær ekki á grundvandanum sem er rammaáætlunin sjálf.
Umræða um hækkun fjármagnstekjuskatts skýtur reglulega upp kollinum. En sjaldan er framkvæmd skattlagninginnar rædd þó hún geti haft alveg jafn mikil áhrif á hegðun og lífskjör. Það er lag að einfalda og samræma skattframkvæmd fjárfestinga fyrirtækja í verðbréfasjóðum.
Johan Norberg, Ásdís Kristjánsdóttir, Róbert Wessman, Kristrún Frostadóttir og Andri Þór Guðmundsson eru á meðal fyrirlesara á Viðskiptaþingi 2025 sem fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu. Viðskiptaþing er einn stærsti viðburður ársins í íslensku viðskiptalífi.
Viðskiptaráð hefur mótað 60 tillögur sem samanlagt hagræða um 122 ma. kr. á ári í rekstri ríkissjóðs. Tillögurnar eru hryggjarstykkið í umsögn ráðsins um verkefni ríkisstjórnarinnar um hagsýni í rekstri ríkisins.
Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram fimmtudaginn 6. febrúar 2025 frá kl. 8:30 til 10:00 í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík. Léttur morgunverður frá kl. 8:00.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Viðskiptaráð fagnar frumvarpsdrögunum en hvetur stjórnvöld til að ganga enn lengra og eyða núverandi réttaróvissu.
Hugmyndaríkt fólk þarf aðgang að fjármagni, svo það geti hrint hugmyndum sínum í framkvæmd. Flest lönd leitast við laða til sín öflugan mannauð og stilla fjármagnstekjuskatti í hóf þar sem háir skattar á fjármagnstekjur hafa fælandi áhrif á fjárfestingu, sem um leið er grundvöllur verðmætasköpunar …
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, þreytti frumraun sína á Skattadeginum sem fram fór í dag. Fjallað var um skatta á breiðum grunni á fundinum sem fram fór fyrir fullum sal í Hörpu.