Málefnastarf Viðskiptaráðs miðar að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs og styrkja þannig forsendur fyrir aukinni verðmætasköpun og bættum lífskjörum. Í málefnastarfi ráðsins leikur útgefið efni lykilhlutverk.
Stjórnvöld áforma að 45% nýrra íbúða í Reykjavík fari í niðurgreidd húsnæðisúrræði utan almenns markaðar á næstu árum. Stefnan felur í sér ógagnsæja meðgjöf til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila, áhættutöku fyrir ríkissjóð og framboð á skjön við þarfir íbúa. Viðskiptaráð leggur til breytta stefnu …
Viðskiptaráð fagnar markmiðum frumvarps um sameiningu níu sýslumannsembætta í eitt. Ráðið telur þó að frumvarpið, í núverandi mynd, tryggi ekki raunverulegt rekstrarhagræði, heldur feli fyrst og fremst í sér skipulagsbreytingu án sparnaðar. Með hliðsjón af fyrri sameiningum opinberra stofnana telur …
Viðskiptaráð hefur veitt umsögn um frumvarp um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins. Þó ráðið fagni aukinni samhæfingu og skilvirkni, þá er frumvarpið of opið fyrir miðstýringu og ríkisvæðingu upplýsingatækniverkefna. Ráðið varar við of víðtæku valdsviði ráðherra og skorti á samráði við …
Viðskiptaráð lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á veiðigjaldi, sem fela í sér íþyngjandi skattlagningu á eina af meginstoðum íslensks efnahagslífs. Ísland er eina landið þar sem sérstök gjöld á sjávarútveg standa undir öllum opinberum kostnaði vegna greinarinnar. Áformin um hækkun …
Viðskiptaráð, ásamt fleiri samtökum, hafa tekið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (ETS- og ETS2-kerfið). Samtökin leggja til að frumvarpið verði endurskoðað með áherslu á að forðast tvöfalda …
Viðskiptaráð styður eindregið frumvarp um afnám stimpilgjalda og fagnar framlagningu þess. Ráðið telur gjaldið draga úr veltu og hafa neikvæð áhrif á verðmyndun og velferð, þar sem það hækkar viðskiptakostnað og leiðir til óhagkvæmrar nýtingar eigna. Könnun Viðskiptaráðs í aðdraganda …
Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Til viðbótar hefur hækkun kolefnisgjalds verið boðuð, nýjar reglur um upplýsingagjöf og eignatengsl kynntar og loforð gefið um auknar …
Viðskiptaráð fagnar frumvarpi sem gerir jafnlaunavottun valkvæða og telur það mikilvægt skref í átt að einfaldara og hagkvæmara regluverki. Ráðið bendir á að skyldubundin jafnlaunavottun hafi kostað vinnustaði milljarða án þess að sýnt hafi verið fram á marktækan mun á árangri milli þeirra sem …
Viðskiptaráð hefur veitt umsögn um frumvarp sem felur í sér auknar kröfur um gagnsæi í eignarhaldi útgerða. Ráðið varar við því að frumvarpið skekki jafnræði atvinnugreina með íþyngjandi upplýsingaskyldu og auki rekstrarbyrði sjávarútvegsfyrirtækja. Þá telur ráðið óljóst hvort þörf sé á nýrri …
Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar frumvarp til breytinga á lögum um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér innleiðingu svokallaðrar stöðugleikareglu, sem er ætlað að takmarka útgjaldavöxt ríkisins nema samsvarandi tekjur komi á móti. Ráðið styður markmið frumvarpsins um stöðugleika í …
Viðskiptaráð hefur veitt umsögn um breytingartillögu um virkjunarleyfi til bráðabirgða. Ráðið styður markmið hennar en telur jafnframt nauðsynlegt að hún taki einnig til virkjunarleyfa sem áður hafa verið samþykkt og lögfest verði sambærilega bráðabirgðaheimild vegna framkvæmdaleyfa til að koma í …
Vegna ummæla forstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) um að „fámennum hópi standi stuggur að þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“ á námsmati í grunnskólum vill Viðskiptaráð koma eftirfarandi á framfæri.
Viðskiptaráð fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að ljúka sölu á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og telur sölu ríkiseigna í fjármálakerfinu nauðsynlega til að auka hagkvæmni og samkeppni. Með faglegri framkvæmd og aðkomu erlendra fagfjárfesta má hámarka virði fyrir ríkið og draga …
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum. Nái frumvarpið fram að ganga situr eftir sú áskorun að búa íslenskum landbúnaði samkeppnishæft umhverfi sem styður við framþróun greinarinnar en að mati ráðsins er sértæk undanþága frá almennum reglum …
Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um stefnu í neytendamálum til 2030. Viðskiptaráð gagnrýnir að þrátt fyrir ábendingar á fyrri stigum hafi stefnan enn ekki verið kostnaðarmetin og umfjöllun um fjármögnun sé ófullnægjandi. Ráðið geldur varhug við þeirri óheillaþróun að ríkisútgjöld séu aukin með því …
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Með frumvarpinu eru lagðar til auknar takmarkanir fyrir ráðstöfun fasteignar til heimagistingar og reglur um hana hertar. Að mati ráðsins er hætt við að þvert gegn markmiðum …
Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og alþingismaður, heimsótti Hús atvinnulífsins í dag til að kynna bók sína sem kom út á dögunum og ber heitið Vegferð til farsældar.
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til breytinga á raforkulögum sem er ætlað að auka raforkuöryggi og veita heimilum og almennum notendum forgang. Viðskiptaráð ítrekar nauðsyn þess að almenningur og fyrirtæki búi við eins mikið raforkuöryggi og kostur er á. Þeim markmiðum verði þó …
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Viðskiptaráð er fylgjandi frumvarpinu og hvetur stjórnvöld til að ganga enn lengra í vegferð sinni við að samræma íslenskar reglur við EES reglur og falla frá of íþyngjandi reglusetningu umfram tilefni.
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Viðskiptaráð undirstrikaði í umsögninni þá afstöðu sína að orkuöflun verði að aukast í takt við vöxt íslensks samfélags ef lífskjör á Íslandi eiga ekki að gefa eftir …