Viðskiptaráð Íslands

Nútímalegri leigubílalöggjöf

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um leigubifreiðar. Ráðið fagnar markmiði laganna að auka frjálsræði á leigubifreiðamarkaði og að samkeppni sé efld með afnámi stöðvarskyldu leigubifreiðarstjóra og takmörkunum á fjölda atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs, en slíkar breytingar eru löngu tímabærar.

Þó telur Viðskiptaráð mikilvægt að lagaumgjörðin þarf að vera skýr til þess að þjóna markmiði laganna um að opna leigubifreiðamarkaðinn og auka frjálsræði, en viss atriði í núverandi frumvarpi skapa ákveðinn vafa um hvort reglurnar auki í raun samkeppni á leigubifreiðamarkaði. Í því samhengi vill Viðskiptaráð koma á framfæri eftirfarandi atriðum:

  • Taka þarf allan vafa af skilyrði um að gjald fyrir leigubílaþjónustu sé fyrir fram ákveðið heildargjald svo unnt sé að þjóna því markmiði laganna að opna leigubílamarkað á Íslandi fyrir starfsemi farveitna.
  • Gæta þarf jafnræðis við veitingu atvinnuleyfis og tryggja að umsækjendum með annað móðurmál en íslensku sé kleift að sitja námskeið og þreyta próf.
  • Ef opna á leigubílamarkaðinn á Íslandi er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og að aðgangshindranir séu ekki enn til staðar í formi íþyngjandi sérskilyrða líkt og sjá má dæmi um í frumvarpinu.

Lesa umsögn hér.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025