Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um leigubifreiðar. Ráðið fagnar markmiði laganna að auka frjálsræði á leigubifreiðamarkaði og að samkeppni sé efld með afnámi stöðvarskyldu leigubifreiðarstjóra og takmörkunum á fjölda atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs, en slíkar breytingar eru löngu tímabærar.
Þó telur Viðskiptaráð mikilvægt að lagaumgjörðin þarf að vera skýr til þess að þjóna markmiði laganna um að opna leigubifreiðamarkaðinn og auka frjálsræði, en viss atriði í núverandi frumvarpi skapa ákveðinn vafa um hvort reglurnar auki í raun samkeppni á leigubifreiðamarkaði. Í því samhengi vill Viðskiptaráð koma á framfæri eftirfarandi atriðum: