Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki.

Í umsögninni kemur fram að Viðskiptaráð telur rétt að innlend löggjöf á sviði fjármálamarkaða sé í samræmi við löggjöf á evrópska efnahagssvæðinu. Í frumvarpsdrögunum er að finna margt sem er til bóta, sérstaklega hina auknu áherslu á áhættustýringu og góða stjórnarhætti fjármálafyrirtækja. Viðskiptaráð leggur þó áherslu á að hérlendis séu ekki innleiddar reglur til viðbótar við það sem fram kemur í EES-regluverki sem valda óhagræði fyrir innlenda aðila. Slík löggjöf kann að skerða samkeppnishæfni innlendra fjármálafyrirtækja og hækka fjármagnskostnað einstaklinga og fyrirtækja. Einnig leggur ráðið áherslu á að aðlögunarfrestur nýrra reglna sé nægjanlega rúmur. Fyrirtæki þurfa að geta aðlagað starfsemi sína að breyttu lagaumhverfi án þess að það hafi neikvæð áhrif á rekstur þeirra umfram það sem nauðsynlegt er.

Umsögn Viðskiptaráðs í heild má nálgast hér.

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Nauðsynlegt að skapa rétta hvata

Umsögn Viðskiptaráðs og SA um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs ...
31. mar 2023

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022