Viðskiptaráð Íslands

Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki.

Í umsögninni kemur fram að Viðskiptaráð telur rétt að innlend löggjöf á sviði fjármálamarkaða sé í samræmi við löggjöf á evrópska efnahagssvæðinu. Í frumvarpsdrögunum er að finna margt sem er til bóta, sérstaklega hina auknu áherslu á áhættustýringu og góða stjórnarhætti fjármálafyrirtækja. Viðskiptaráð leggur þó áherslu á að hérlendis séu ekki innleiddar reglur til viðbótar við það sem fram kemur í EES-regluverki sem valda óhagræði fyrir innlenda aðila. Slík löggjöf kann að skerða samkeppnishæfni innlendra fjármálafyrirtækja og hækka fjármagnskostnað einstaklinga og fyrirtækja. Einnig leggur ráðið áherslu á að aðlögunarfrestur nýrra reglna sé nægjanlega rúmur. Fyrirtæki þurfa að geta aðlagað starfsemi sína að breyttu lagaumhverfi án þess að það hafi neikvæð áhrif á rekstur þeirra umfram það sem nauðsynlegt er.

Umsögn Viðskiptaráðs í heild má nálgast hér.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025