Viðskiptaráð Íslands

Samfélagsskýrsla ársins verðlaunuð í fyrsta sinn

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð veita viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018.

Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða annarrar framsetningu sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.

Með viðurkenningunni vilja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta opinberlega og reglulega með vönduðum hætti upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja kemur þeim og samfélaginu að gagni.

Hvenær: 5. júní 2018 kl. 8.30 – 10.00
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, salur V101
Fyrir hverja: Alla áhugasama um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Skráning fer fram hér.

Dagskrá:

Fyrir hverja eru samfélagsskýrslur?
Evan Harvey, yfirmaður sjálfbærnistarfs hjá Nastaq kauphöllunum á alþjóðavísu

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018
Formaður dómnefndar, greinir frá valinu

Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastóri Festu

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Grand Hótel í salnum Háteig …
21. nóvember 2024

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024