Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2011 fer fram á morgun - skráningu lýkur í dag

Á morgun, miðvikudaginn 16. febrúar, fer fram árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands. Í ár er þingið haldið undir yfirskriftinni „Tökumst á við tækifærin - Atvinnulíf til athafna“, en umfjöllunarefni þess eru þau fjölbreyttu tækifæri sem byggja á grunnstoðum íslensks atvinnulífs.

Greinilegt er að uppbyggileg skilaboð þingsins leggjast vel í forsvarsmenn viðskiptalífsins, en skráning á þingið hefur gengið vonum framar. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig hér á vef ráðsins fyrir klukkan 16 í dag (þriðjudag).

Að venju munu forsætisráðherra og formaður Viðskiptaráðs ávarpa þingið, en auk þeirra mun breiður hópur forsvarsmanna úr atvinnulífinu leggja umræðunni lið með því að fjalla um tækifærin og hvernig einstaklingar og fyrirtæki munu nýta þau til sköpunar verðmæta.

Í skýrslu, sem gefin verður út samhliða, verður fjallað nánar um viðfangsefni þingsins. Þar verða einnig kynntar helstu niðurstöður úr viðhörfskönnun Viðskiptaráðs sem framkvæmd var dagana 13.-31. janúar 2011. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og opnar húsið klukkan 13.30.

Skráning fer fram hérDagskrá Viðskiptaþings

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026