Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2011: Fimm áherslur til framfara

Í ræðu sinni á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica, sagði Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs Marels, stöðu hagkerfisins um margt hagfellda miðað við áföll undanfarinna missera. Landið byggi yfir gnægð auðlinda, óspilltri náttúru, orku í fallvötnum og jarðhita og hafsvæði sem er gífurleg auðsuppspretta.

Heilbrigt umhverfi til atvinnurekstrar væri hins vegar forsenda nýtingar þessara auðlinda. Sagði Hrund tækifæri morgundagsins felast í að þjóðinni tækist að efla umhverfi sem hvetur til framtakssemi, verðmætasköpunar og atvinnureksturs. Í því tilliti nefndi hún þær fimm áherslur til framfara sem fjallað er um í skýrslu Viðskiptaþingsins, þ.e. að stefnt verði að:

  1. Því að Ísland verði fyrirmynd annarra landa um góða stjórnarhætti viðskiptalífs og hins opinbera.
  2. Auknum fjölda starfa í einkageiranum.
  3. Auknu framboði vinnuafls til einkageirans.
  4. Alþjóðlega samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.
  5. Stöðugt aukinni skilvirkni í nýtingu opinberra fjármuna.

Fjallað er nánar um þessar áherslur og þær útfærðar frekar í skýrslu Viðskiptaþingsins, Tökumst á við tækifærin – atvinnulíf til athafna.

Ræðu Hrundar má nálgast hér og glærur má nálgast hér.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026