Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel, fór í ræðu sinni á Viðskiptaþingi yfir tækifærin til vaxtar sem leynast víða. Sagði Hrund þau tengjast ríkulegum orkuauðlindum, sjó og stórbrotinni náttúru.
Við sjáum einnig hér að með fjölhæfari mannauði og aukinn fjölbreytni hafa mörkin milli einstakra atvinnugreina eru orðið óskýr og hefðbundin sýn á aðskilda atvinnuvegi sem eru lítt háðir hver öðrum er orðin úrelt.“
Að mati Hrundar væri fjórða stoðin í uppbyggingu efnahagslíf þannig þekking og hugvit og að sífellt meiri áhersla væri lögð á verðmætasköpun á þeim grunni.
Í þessu nýja landslagi atvinnulífs verða til heildstæð kerfi, með tengslum milli fyrirtækja, atvinnugreina og stofnana. Þessari tengingu, sem er oft erfitt að skilgreina, hafa verið fengin margvísleg nöfn á borð við klasar, kjarnar, þyrpingar en meginþáttur hennar er að hún er sjálfsprottin. Til hennar er hins vegar erfitt að stofna eða stýra formlega t.a.m. af hálfu stjórnvalda. Þeirra hlutverki sleppir þegar góð skilyrði til rekstrar hafa verið mótuð.“
Ræðu Hrundar má nálgast hér og glærur má nálgast hér.