Þriðjudaginn 6. desember stóðu Viðskiptaráð Íslands og Innovit fyrir mentor kvöldverði undir yfirskriftinni Ný-sköpun-Ný-tengsl. Valdir „mentorar“ úr íslensku atvinnulífi buðu til kvöldsins nokkrum fulltrúum nýrra og vaxandi fyrirtækja sem eru rétt að byrja slíta barnsskónum í atvinnulífinu. Markmið kvöldsins var að skapa áhugaverðan vettvang skoðanaskipta og tengslamyndunar þar sem þekking og reynsla smitast á milli kynslóða í atvinnulífinu.
Að vanda voru þátttakendur fulltrúar nýrra og spennandi fyrirtækja úr mismunandi áttum sem vinna í fjölbreyttum geirum. Þau frumkvöðlafyrirtæki sem tóku þátt voru Arctic Care, Docs & Film festival.com, Fancy Pants Global, Lífhótel, Live Project, Locals Recommend, Naglinn, Stúdía, Reykjavík Concierge, Vík Prjónsdóttir, When gone og 4x4 offroads.com. Þeim gafst tækifæri til að kynna fyrirtæki sín ásamt því að leita ráða hjá mentorum vegna þeirra vandamála sem komið hafa upp í vaxtaferli þeirra.
Kvöldverðurinn var haldinn í húsakynnum Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ sem er einstaklegar viðeigandi staðsetning miðað við þá þekkingu og reynslu sem kvöldið gengur út á. Hjallastefnan var eitt sinn, ekki fyrir svo löngu, í svipuðum sporum og þeir sprotar og frumkvöðlar sem sóttu kvöldið, enda vaxið upp úr hugmynd um að kynna nýja stefnu í skólastarfi. Þetta var í fjórða sinn sem viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að styðja við sprotastarf og rekstur lítilla fyrirtækja og fyrirhugað er að halda þessum viðburðum áfram um ókomna tíð. Þeir sem vilja kynna sér málið frekar er bennt á að hafa samband við Þórdísí Bjarnadóttur, hjá Viðskiptaráði, eða Þórhildi Birgisdóttur, hjá Innovit.
Stjórn Viðskiptaráðs leggur ríka áherslu á stuðning við nýsköpun og eru mentora-kvöldverðirnir kærkomin leið til að deila reynslu og hlúa þannig vaxtarbrodda atvinnulífsins. Að auki hafa stjórnarmenn og félagar bæði gagn og gaman af samskiptum við eldhuga í sprotafyrirtækjum, en þar gefst ekki síst tækifæri til að ræða nýjar viðskiptahugmyndir og áhugaverð tækifæri.“ sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Mentor kvöldverðurinn snýst um að tengja saman reynslumeiri stjórnendur við nýja frumkvöðla sem eru að búa til ný fyrirtæki. Öll fyrirtæki hafa einhvern upphafspunkt og saga þeirra sem hafa náð vexti eru verðmæti sem hægt er að virkja með viðburði á borð við Mentor kvöldverðinn. Frumkvöðlar í nýjum sprotafyrirtækjum þurfa að taka fjölmargar ákvarðarnir sem snúa að stefnumótun, teymi, þróun, söluleiðum og öðru sem getur haft lykiláhrif á þeirra næstu skref. Það er ómetanlegt fyrir þessa aðila að fá ráð frá reynslumeiri stjórnendum.“ sagði Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Innovit.
Tengt efni: