Viðskiptaráð býður félögum sínum til kynningar á einkaleyfum, vörumerkjum og hönnun og hvernig unnt er að fá slík réttindi skráð með tilheyrandi réttarvernd.
-Hverju er hægt að fá einkaleyfi fyrir?
-Hvernig gengur umsóknarferlið fyrir sig?
-Hvað eru vörumerki og hvernig eru þau skráð?
-Hvernig er hönnun skráð?
Umfjöllunin verður í höndum lögfræðinga Einkaleyfastofu.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. september n.k. kl. 14:00 og er opinn öllum félögum Viðskiptaráðs Íslands.
Fyrirfram skráning er nauðsynleg, t.d. með tölvupósti í fundir@vi.is.