Viðskiptaráð Íslands

Greiðsludreifing opinberra gjalda lögfest

Í síðustu viku varð að lögum frumvarp sem kveður á um dreifingu gjalddaga á vörugjaldi og virðisaukaskatti vegna uppgjörstímabila á árinu 2012.

Með frumvarpinu er hefðbundnum gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda dreift á tvo gjalddaga, annars vegar á 15. dag næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og hins vegar 5. dag annars mánaðar. Þá er enn heimilt að færa til innskatts allan virðisaukaskatt viðkomandi tímabils þótt eingöngu hluti hans sé greiddur. Sambærileg greiðsludreifing hefur áður staðið til boða en heimildin er þó frábrugðin nú að því leyti að síðari gjalddaginn er 5. en ekki 15. annars mánaðar eftir lok tímabilsins.

Viðskiptaráð fagnar þessu framtaki fjármálaráðuneytisins og Alþingis, sem mun koma mörgum fyrirtækjum einkar vel. Eldra efni:

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024