Á þriðjudaginn síðasta samþykkti Alþingi breytingar á lögum til að opna fyrir greiðsludreifingu aðflutnings- og vörugjalda út árið. Lögin eru hluti af aðgerðum stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Þau taka til allra uppgjörstímabila ársins og fari fyrirtæki fram á dreifingu skerðir það ekki heimild þeirra til að færa til innskatts allan virðisaukaskatt viðkomandi tímabils, þó einungis hluti hans hafi verið greiddur.
Samkvæmt lögunum skal:
Viðskiptaráð hefur síðustu misseri ítrekað óskað eftir því við ráðuneyti og Alþingi að greiðsludreifing áðurnefndra gjalda verði framlengd. Því fagnar ráðið þessari viðleitni stjórnvalda til að létta undir með innflutningsaðilum enda hefur þetta úrræði skipt þá miklu. Eins og þó hefur komið fram hjá efnahags- og skattanefnd þá er ekki ætlunin að úrræði sem þessi standi lengur en þörf er á. Það er því tilefni til að fyrirtæki geri ráð fyrir að hefðbundin greiðsla aðflutnings- og vörugjalda taki við frá og með áramótum. Það er þó von ráðsins að efnahagslegur bati muni eflast á komandi mánuðum svo fyrirtæki hafi ekki þörf á úrræðum í þessa veru þegar nýtt ár gengur í garð.
Tengt efni: