Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur: Forsendur virks verðbréfamarkaðar

Á þriðjudag (15. maí) fer fram annar fundur í fundarröð Deloitte, Kauphallarinnar og Viðskiptaráðs Íslands um mikilvægi virks verðbréfamarkaðar á Íslandi. Fundurinn er haldinn á 20. hæð í Turninum í Kópavogi frá klukkan 8.15 til 10.15.

Á þessum fundi verður farið yfir forsendur virks verðbréfamarkaðar og m.a. rætt um fjármögnun, áhrif gjaldeyrishafta, hlutverk endurskoðenda og verðbréfamarkaðinn almennt frá hruni.

Erindi flytja Páll Harðarson forstjóri NASDAQ OMX Iceland, Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri markaða og fjárstýringar hjá Landsbankanum, Sigurður Páll Hauksson endurskoðandi hjá Deloitte og formaður FLE, Gísli Hauksson framkvæmdastjóri hjá GAMMA og Örn Valdimarsson forstöðumaður greiningar hjá Eyrir Invest.

Aðgangseyrir er kr. 3.500 með morgunverði sem hefst kl. 8.00. Skráning fer fram á skraning@deloitte.is - Nánari upplýsingar um dagskrá hér.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026