Viðskiptaráð Íslands

Könnun meðal íslenskra stjórnarmanna

Um þessar mundir standa KPMG og Félagsvísindadeild HÍ fyrir framkvæmd könnunar meðal íslenskra stjórnarmanna. Markmið könnunarinnar er að afla margvíslegra upplýsinga um íslenska stjórnarmenn og störf þeirra. Viðskiptaráð hefur um árabil látið sig efnið varða og hefur í samstarfi við aðra frá árinu 2004 unnið leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Leiðbeiningunum er ætlað að bæta stjórnarhætti með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, auðvelda þeim þannig að rækja störf sín og um leið treysta hag helstu hagsmunaaðila fyrirtækja.

Þátttaka í könnuninni nýtist atvinnulífinu
Til þess að sem marktækastar upplýsingar fáist er mikilvægt að sem flestir stjórnarmenn sjái sér fært að taka þátt í könnuninni, en fjöldi stjórnarmanna hefur fengið beiðni um þátttöku ásamt slóð og lykilorði. Um er að ræða stjórnarmenn hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins á árinu 2011 samkvæmt lista Frjálsrar verslunar ásamt upplýsingum frá vátryggingafélögum, fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

„Þessi könnun nýtist íslensku atvinnulífi m.a. með því að gefa hluthöfum og stjórnarmönnum upplýsingar og tækifæri til að meta störf og samsetningu stjórna. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig mál hafa þróast í kjölfar lagasetningar um kynjakvóta sem tekur gildi 1. september 2013.“ segir Haraldur I. Birgisson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og verkefnisstjóri leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Niðurstöður og annar afrakstur könnunarinnar verður gefinn út í rafrænni skýrslu í haust. Hægt er að nálgast niðurstöður könnunarinnar frá árinu 2011 hér. Nýjustu útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024