Viðskiptaráð Íslands

Niðurstöður könnunar meðal stjórnarmanna kynntar

KPMG og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands stóðu fyrir morgunverðarfundi í dag þar sem helstu niðurstöður könnunar meðal stjórnarmanna var kynnt. Þetta er í þriðja skiptið sem könnunin er framkvæmd, en hún var fyrst lögð fyrir íslenska stjórnarmenn árið 2011 og hefur það að markmiði að kortleggja nokkur lykilatriði varðandi stjórnarmenn og störf stjórna á Íslandi. Í könnuninni eru stjórnarhættir og starfsumhverfi stjórna kannaðir, sem og samskipti, reynsla og menntun stjórnarmanna og viðhorf til samsetningar stjórna. Könnunin fjallar einnig um viðhorfi til laga um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum, en lögin tóku gildi 1. september 2013.

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ávarpaði fundargesti og fjallaði almennt um niðurstöðu könnunarinnar, markmið Viðskiptaráðs að fjölga konum almennt í forystusveit íslensks viðskiptalífs og vitundarvakningu um mikilvægi stjórna og góðra stjórnarhátta. Í erindi sínu sagði Frosti m.a.:

„Margar ástæður mætti telja upp fyrir þessari vitundarvakningu um mikilvægi stjórna og góðra stjórnarhátta. Bankahrunið 2008 og þau skakkaföll í atvinnulífinu sem því fylgdi gáfu ríkt tilefni til naflaskoðunar. Aukin umræða samhliða efnahagslegum bata hefur leitt til þess að athyglin beinist nú í ríkari mæli að þeim sóknarfærum sem fólgin eru í öflugum stjórnum.

Hlutverk stjórnar er ekki eingöngu að koma í veg fyrir stórslys, heldur ekki síður að stuðla að því fyrirtæki móti sér skýra langtímastefnu og komi auga á rétt tækifæri til sóknar. Í þessu samhengi hefur fjölbreytni í samsetningu stjórna mikið að segja. Hvað sem mönnum kann að finnast um lagasetningu í þeim efnum tel ég að flestir geti verið sammála því að fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu sé til þess fallin að styrkja hvaða stjórn sem er.

Allir sem hafa tekið þátt í einnar kylfu keppni í golfi vita að það er betra að hafa val um trékylfur, pútter og ólíkar járnkylfur en að reyna að reyna að slá öll högg með sömu tegund af kylfu. Reyndar er einn veikleiki í þessari samlíkingu, enda er mjög gagnlegt að hafa hálfvita í golfsettinu en ég er ekki viss um að þeir séu jafn velkomnir í stjórnir.“

Ræðuna í heild sinni má sjá hér.

Niðurstöður könnunar meðal stjórnarmanna 2013 er að finna hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024