Útlit er fyrir að Kína verði heimsins stærsta hagkerfi eftir nokkra áratugi með þeim mikla hagvexti sem þar hefur verið undanfarin ár. Við viljum benda aðildarfyrirækjum VÍ á að Petur Yang Li, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Peking, verður til viðtals í Útflutningsráði, mánudaginn 19. janúar frá kl. 9 17.
Afar áhugavert rit sem nefnist Business Law in China: Trade, Investment and Finance fæst til sölu hjá Alþjóða verslunarráðinu. Nánari upplýsingar veitir Lára Sólnes, Alþjóðasvið VÍ, í síma 510 7100.