Viðskiptaráð Íslands

Vel heppnuð ráðstefna um skattamál

Í gær var haldin fjölmenn ráðstefna um möguleika til skattalækkana á Þjóðminjasafni Íslands. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands stóð fyrir ráðsstefnunni í samstarfi við fleiri aðila, m.a. Viðskiptaráð Íslands.

Á fundinum hélt Nóbelsverðlaunahafinn Edward C. Prescott erindi um samhengi skattalöggjafar og vinnuframlags. Benti hann á ástæður þess að vinnuframlegð Bandaríkjamanna hefur verið hærri en Evrópubúa í áraraðir. Þá reyfaði Prescott kosti þess að lækka tekjuskatt enn frekar á Íslandi.

Aðrir sem héldu erindi og ávörp á fundinum voru Geir H. Haarde forsætisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Daniel Mitchell sérfræðingur frá Cato-stofnuninni í Washington, Pierre Bessard sérfræðingur frá Constant de Rebecque-stofnuninni í Lausanne, Birgir Þór Runólfsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og Jón Þór Sturluson, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.

Hægt er að nálgast glærur og aðrar upplýsingar frá fundinum á www.skattamal.is.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024