Gjaldeyrismál
Temprun gjaldeyrisútflæðis Seðlabankans er enn við lýði. Bankarnir þrír, Glitnir, Landsbanki og Kaupþing, geta enn ekki afgreitt erlendar greiðslur nema í sérstökum tilfellum skv. reglum Seðlabankans. Sparisjóðabanki Íslands (áður Icebank) hefur aftur á móti getað afgreitt erlendar greiðslur í dag í öllum myntum. Þó eru einhverjir hnökrar gagnvart Bretlandi.
Í þessu sambandi minnir Viðskiptaráð á skjal sem aðildarfélög geta notfært sér við að útskýra stöðu mála á gjaldeyrismarkaði gagnvart erlendum hagsmunaaðilum. Skjalið má nálgast hér.