Viðskiptaráð Íslands

Gjaldeyrismál: frelsi aukið verulega

Með frumvarpi um lög um gjaldeyrismál er frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu og til gjaldeyrisviðskipta aukið verulega. Viðskiptaráð fagnar frumvarpinu sem markar tímamót í íslensku viðskiptaumhverfi. Ráðið hefur ítrekað bent á skaðsemi langvarandi fjármagnshafta og hvatt stjórnvöld til að ráðast í afnám þeirra og fagnar því að loks glitti í fullt afnám hafta.

Að mati ráðsins eru þau skref sem tekin eru með frumvarpinu afar jákvæð en á sama tíma eru þau varfærin. Ljóst er að aðstæður í hagkerfinu eru mjög hagfelldar og í raun grundvöllur fyrir fullu afnámi hafta. Vaxtamunur er umtalsverður, hagvöxtur er meiri en í viðskiptalöndum, verðbólga er lág og fjármagnsinnstreymi vegna þjónustuviðskipta þrýstir á hækkun gengis. Allt þetta dregur úr útflæðisáhættu. Með það í huga hvetur Viðskiptaráð stjórnvöld til að ganga hratt til verks og ráðast í lokaskref þessa mikilvæga verkefnis við fyrsta tækifæri.

Lesa umsögnina í heild

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024