Viðskiptaráð Íslands

Skattafrumvörp fyrir Alþingi – álit félaga

Fyrir Alþingi nokkur frumvörp er varða breytingar á skattumhverfinu. Ekki verður betur séð en að frumvörpin beri með sér umtalsverðar breytingar á núverandi skattkerfi, umfram skattahækkanir, og því miður að miklu leyti til hins verra.

Félagar eru hvattir til að koma athugasemdum sínum við þessi frumvörp áleiðis til ráðsins sem fyrst, svo ráðið geti fundið þeim farveg í umsögnum sínum á næstu dögum og vikum.

Frumvarp til laga um ráðstafanir í skattamálum má nálgast hér.
Frumvarp til laga um umhverfis- og auðlindaskatta má nálgast hér.
Frumvarp til laga um tekjuöflun ríkisins má nálgast hér.

Athugasemdir geta félagar sent á Harald I. Birgisson, lögfræðing Viðskiptaráðs, með tölvupósti á haraldur@vi.is, en einnig er hægt að hafa samband í síma 510-7100.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024