Viðskiptaráð Íslands

Forsendur fjárlagafrumvarps

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (3. mál). 

Eins og komið er inná í umsögn Viðskiptaráðs við 2. þingmál er vert að nefna hentugleika þess að frumvörp af þessum toga séu lögð fram á Alþingi svona tímanlega. Við frumvarp þetta gerir undirritaður þrjár megin athugsemdir.

Fyrst má nefna hækkun fjölda krónutöluskatta og gjaldskrárliða í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins. Hvað þetta varðar þá má annars vegar gjalda varhug við þetta verklag almennt, bæði á tekju- og útgjaldahlið fjárlaga, út frá uppbyggingu ríkisfjármálastefnunnar og framlagi hennar til jöfnunar hagsveiflna - eins og tæpt er m.a. á í umsögn Samtaka atvinnulífsins. Þó einhverjir þessara skatta séu skilvirk tekjuöflunartæki í hagrænum skilningi þá er vert að staldra við þessar ábendingar SA.

Hins vegar er takmarkaðar upplýsingar að finna í frumvarpinu um viðamiklar skattahækkanir síðustu ára á þessu sviði. Rétt er því að draga hér fram að frá árinu 2007 hefur t.a.m. áfengisgjaldið hækkað um 60% og tóbaksgjaldið um 90%, orkuskattar og kolefnisgjald verið teknir upp og kolefnisgjaldið hækkað um 100%, olíugjald verið hækkað um 40% og steinolígjald tekið upp, almennt bensíngjald hefur hækkað um 170% og sérstakt bensíngjald um 25%.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024