Skráning er nú hafin á Viðskiptaþing 2010, sem haldið verður miðvikudaginn 17. febrúar næstkomandi og ber yfirskriftina Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? - Rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni. Skráning fer fram hér.
Meðal dagskrárliða eru pallborðsumræður, en eftirfarandi taka þátt í þeim:
Ari Kristinn Jónsson – Rektor Háskólans í Reykjavík
Hermann Guðmundsson – Forstjóri N1
Hilmar Veigar Pétursson – Forstjóri CCP
Rakel Sveinsdóttir – Framkvæmdastjóri CreditInfo
Svava Johansen – Forstjóri NTC
Þorsteinn Pálsson
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, mun stýra pallborðsumræðunum.
Dagskrá og nánari upplýsingar um Viðskiptaþing 2010 má nálgast hér. Upplýsingar um aðalfund Viðskiptaráðs má nálgast hér.