Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á föstudaginn síðastliðinn. Viðurkenningarnar eru veittar árlega, en að þessu sinni voru þær veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli.
Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á föstudaginn síðastliðinn. Viðurkenningarnar eru veittar árlega, en að þessu sinni voru þær veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Umsjónaraðili er Stjórnvísi en viðurkenningin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem sjá má á www.leidbeiningar.is.
Með því að fylgja góðum stjórnarháttum styrkja fyrirtæki innviði sína og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. Hvort tveggja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Því leggur Viðskiptaráð sitt lóð á vogarskálarnar við að efla góða stjórnarhætti á Íslandi.
Fjölbreytt fyrirtæki hljóta viðurkenninguna
Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru í fjölbreyttri starfsemi, en þar má t.d. nefna fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, ráðgjöf og eignaumsýslu.
Eftirtalin fyrirtæki voru þau sem hlutu nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:
Dr. Eyþór Ívar Jónsson upphafsmaður verkefnisins og Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fluttu erindi. Eyþór, sem er varaforseti European Academy of Management, fjallaði um áskoranir í stjórnarháttum og fór yfir nýtt líkan sem hann hefur þróað, sem verkfæri fyrir stjórnir til þess að samræma skilning stjórnarmanna á hlutverki stjórnar og skipuleggja stjórnarstarfið með markvirkni að leiðarljósi. Jón Gunnar fjallaði í sínu erindi um sögu verkefnisins, sem komið var á fyrir rúmum áratug og markmið þess.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stýrði fundinum og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, veitti verðlaun. Viðskiptaráð vill nota tækifærið og óska fyrirtækjunum til hamingju með nafnbótina.