Viðskiptaráð Íslands

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á föstudaginn síðastliðinn. Viðurkenningarnar eru veittar árlega, en að þessu sinni voru þær veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli.

Fulltrúar þeirra átján fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum á föstudaginn síðastliðinn. Viðurkenningarnar eru veittar árlega, en að þessu sinni voru þær veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Umsjónaraðili er Stjórnvísi en viðurkenningin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Með því að fylgja góðum stjórnarháttum styrkja fyrirtæki innviði sína og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. Hvort tveggja skiptir sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Því leggur Viðskiptaráð sitt lóð á vogarskálarnar við að efla góða stjórnarhætti á Íslandi.

Fjölbreytt fyrirtæki hljóta viðurkenninguna

Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru í fjölbreyttri starfsemi, en þar má t.d. nefna fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, ráðgjöf og eignaumsýslu.

Eftirtalin fyrirtæki voru þau sem hlutu nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

  • Arion banki hf.
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Fossar fjárfestingarbanki hf.
  • Heimar hf.
  • Icelandair Group hf.
  • Íslandssjóðir hf.
  • Kvika banki hf.
  • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
  • Orkan IS ehf.
  • Reiknistofa bankanna hf.
  • Reitir hf.
  • Sjóvá hf.
  • Stefnir hf.
  • Sýn hf.
  • TM tryggingar hf.
  • Vátryggingafélag Íslands hf.
  • Vörður hf.
  • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson upphafsmaður verkefnisins og Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fluttu erindi. Eyþór, sem er varaforseti European Academy of Management, fjallaði um áskoranir í stjórnarháttum og fór yfir nýtt líkan sem hann hefur þróað, sem verkfæri fyrir stjórnir til þess að samræma skilning stjórnarmanna á hlutverki stjórnar og skipuleggja stjórnarstarfið með markvirkni að leiðarljósi. Jón Gunnar fjallaði í sínu erindi um sögu verkefnisins, sem komið var á fyrir rúmum áratug og markmið þess.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stýrði fundinum og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, veitti verðlaun. Viðskiptaráð vill nota tækifærið og óska fyrirtækjunum til hamingju með nafnbótina.

Arion banki hf. - Haraldur Guðni Eiðsson og Birna Hlín Káradóttir
Eik fasteingnafélag hf. - Garðar Hannes Friðjónsson
Fossar fjárfestingabanki hf. - Þórunn Ólafsdóttir
Heimar hf. - Halldór Benjamín Þorbergsson
Icelandair Group hf. - Elísabet Helgadóttir og Bogi Nils Bogason
Íslandssjóðir hf. - Sylvía Kristín Ólafsdóttir og Kjartan Smári Höskuldsson
Kvika banki hf. - Helga Kristín Auðunsdóttir
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Friðjón Gunnlaugsson
Orkan IS ehf. - Auður Daníelsdóttir og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
Reiknistofa bankanna hf. - Aron Óttar Traustason
Reitir hf. - Kristjana Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Helga Pétursdóttir
Sjóvá hf. - Halldóra Ingimarsdóttir og Gunnhildur Sveinsdóttir
Stefnir hf. - Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir
Sýn hf. - Páll Ásgrímsson
TM tryggingar hf. - Óskar B. Hauksson og Birkir Jóhannsson
Vátryggingafélag Íslands hf. - Guðný Helga Herbertsdóttir og Stefán Héðinn Stefánsson
Vörður hf. - Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir og Benedikt Olgeirsson
Ölgerðin Egill Skallagríms hf. - Andri Þór Guðmundsson
Björn Brynjúlfur Björnsson og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir
Verðlaunahafar ásamt fulltrúum VÍ, SA, Nasdaq og Stjórnvísi

Tengt efni

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024

Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í …
24. júní 2024

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu …
21. júní 2024