Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. september. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tók sæti í stjórn skólans. Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, tók sæti í háskólaráði.
Björn Brynjúlfur kemur nýr inn í stjórn en aðrir stjórnarmenn eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, formaður stjórnar HR, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Frá þessu er greint á vef Háskólans í Reykjavík.
Stjórn HR ræður rektor skólans og rektor situr stjórnarfundi. Stjórnin sinnir almennum stjórnarstörfum eins og á við um stjórnir fyrirtækja og ber ábyrgð á stefnumótun, stjórnskipulagi, fjármálum, þar með ákvörðun skólagjalda, og almennum rekstri.
Þá kom nýtt háskólaráð HR einnig saman til fundar þann 6. september. Í háskólaráði sitja tíu fulltrúar atvinnulífs og stjórnsýslu. Háskólaráð er vettvangur umræðna um stefnumótun háskólans um nám, kennslu og rannsóknir, sem og um tengsl háskólans og atvinnulífsins.
Ný inn í háskólaráð þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar, og Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis.
Háskólaráð HR: