10. júlí 2015
Á undanförnum mánuðum hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu:
Bókun
- Sérhæfir sig í að gera svæðisbundnum ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að vinna saman og krossselja vörur hvers annars.
Crowbar Protein
- Framleiðir matvæli sem innihalda skordýr. Fyrsta varan er próteinstykkið Jungle Bar, sem búið er til úr ávöxtum, fræjum, súkkulaði og krybbuhveiti.
Sápusmiðjan
- Framleiðir sápur úr jurtaolíum og hefur einnig nýtt ösku úr Eyjafjallajökli í framleiðslu sína.
Tagplay
- Fyrirtækið framleiðir hugbúnaðarkerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að stjórna heimasíðum eingöngu með samfélagsmiðlum.
Viðskiptaráð býður ofangreind fyrirtæki velkomin í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.