BYLTING Í STJÓRNUN! Þróun fólks = þróun viðskiptavina
Viðskiptaráð Íslands og Manino halda ráðstefnu um nútíma stjórnunaraðferðir. Sérstök áhersla er á hvernig vinnustaðir geta eflt starfsfólk, innleitt hamingju og vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
Ráðstefnan fer fram í aðalsal Hilton Reykjavík Nordica þann 27. september 2018 frá kl. 13:00-16.30. Að ráðstefnu lokinni verður boðið upp á kokteil sem gefur ráðstefnugestum kost á að ræða við fyrirlesara og efla tengsl.
Heimsþekktir fyrirlesarar og stjórnendur munu deila reynslu sinni og árangri.
Fundarstjóri er Helga Arnardóttir fjölmiðlakona og Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands sér um samantekt.
Þetta er ráðstefna í heimsklassa sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja mega ekki missa af!
Fyrir hverja?
Hvar?
Hótel Hilton Nordica 27. september frá 13:00-16:30
Megin áherslur ráðstefnunnar
Hvernig getur ánægja haft bein áhrif á afkomu?
Þær aðferðir og árangurssögur sem farið verður yfir á ráðstefnunni eiga það sameiginlegt að einblína á nútíma stjórnunarhætti og nýsköpun í stjórnun. Hugtök eins og ánægja starfsmanna, þróun fyrirtækjamenningar, afburðarárangur í rekstri og ánægðir viðskiptavinir eru dæmi um þætti sem nýsköpun í stjórnun einblínir á.
Á ráðstefnunni fáum við m.a. innsýn í „hún hagkerfið“ og hvernig innleiðing hamingju á vinnustað hefur bein áhrif hugmyndaauðgi starfsfólks. Við heyrum hvernig þessar aðferðir eru að breyta fyrirtækjum og stofnunum um allan heim.
Tækniframþróun er gríðarleg áskorun í nútíma fyrirtækjarekstri en án þess að þróa starfsfólkið okkar og vinnukerfi í takt við nýjar tæknilausnir er ekki nema hálfur sigur unninn.
Dagskrá ráðstefnunnar
13.00-13:40 Happiness at work – Alexander Kjerulf
13:40-14:20 8 trends in modern management – Joost Minnaar
14:20-14:50 Kaffihlé
14:50-15:20 Humanity over bureaucracy – Jos De Blok
15:20-16:00 SHEconomy – Benja Stig Fagerland
16:00-16:10 Verðlaunin Bylting í stjórnun 2018
16:10-16:20 Samantekt af Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands
16:20-17:30 Kokteill og tengslamyndun
Ath. einnig er hægt að skrá sig á vinnustofuna Happines @ Work á föstudeginum. Dagskrá vinnustofunnar er hér. Skráning á vinnustofurnar fer fram á events@manino.is.