Viðskiptaráð Íslands gefur út stefnumótandi skýrslur um ýmis málefni, m.a. í tengslum við árlegt Viðskiptaþing. Skýrslur ráðsins eru stefnumótandi innlegg í umræðu um rekstrarumhverfi íslensks viðskiptalífs.
Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en horfur til næstu ára eru bjartari. Íbúum landsins fjölgar hratt, að mestu leyti vegna innflytjenda. Útflutningsgreinum hefur vaxið ásmegin og Ísland hefur styrkt alþjóðlega samkeppnishæfni sína. Þetta kemur fram í The …
Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til lengri tíma litið. Þar er farið yfir stofnanaumhverfið á Íslandi, hvernig reglubyrðin hefur þróast hér á landi og áhrifin af því, hvaða verkefni hið opinbera sinnir og þau stóru stuðningskerfi sem það stendur undir.
Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa gefið út 6. útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja ásamt upplýsingariti um tilnefningarnefndir
Viðskiptaráð hefur gefið út hina árlegu skýrslu The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi. Að þessu sinni er einnig fjallað ítarlega um efnahagsáhrif COVID-19 hér á landi. Útgáfaner í glæruformi með áherslu á myndræna framsetningu.