Viðskiptaráð Íslands

Nýr starfsmaður Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Leif Hreggviðsson sem sérfræðing á hagfræðisviði ráðsins. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum. Auk þess mun hann taka þátt í útgáfustarfi ásamt öðrum daglegum störfum ráðsins.

Leifur kemur til liðs við Viðskiptaráð frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði bankans. Þar áður starfaði hann sem ráðgjafi einstaklinga hjá Íslandsbanka. Leifur lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og lýkur hann grunnnámi við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í vor.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024